Náttúrustofuþing á Höfn – 8. april 2015 kl. 10:00 – 16:30

Náttúrustofuþing Samtaka Náttúrustofa (SNS) verður haldið á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015.  Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök Náttúrustofa, Rannsóknasetur H.Í. á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur.

Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi.

Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og auk gestafyrirlesara.
Gert er ráð fyrir að þingið hefist kl.10 og að því ljúki kl. 16:30.

Eftir þinglok er gert ráð fyrir stuttri ferð að Heinabergsjökli og sameiginlegum kvöldverði á Hótel Höfn.

Ókeypis er inn á þingið en æskilegt er að þátttaka tilkynnist í netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir 2. april svo gera megi ráðstafanir með hádegismat, kaffi og rútuferð.

Aðstandendur þingsins vonast til að sjá sem flesta á Höfn.

Hér má sjá dagskrá þingsins.

 

Díana og Úlfar

Read moreGrágæsin „Diana“ sem merkt var í Bóndastaðablá á Úthéraði í júlílok 2014
hefur dvalið í Skotlandi í vetur eftir merkilegt ferðalag til vetrarstöðvanna
með viðkomu á flestum eyjum á leiðinni. Sjá má ferilskráð ferðalagið á
eftirfarandi vefslóð: http://tracking.wwt.org.uk/maps/greylag.php

Sjá fréttina í heila með því að smella hér.

 

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti