Sandvíkurferð

Read moreÞann 20.-21. maí sl. fór hópur fólks á vegum Náttúrustofu Austurlands í Sandvík. Tilgangur ferðarinnar var að telja fjölda hreindýra og kanna hversu margar kýr voru bornar. Vonir stóðu til að jafnframt yrði unnt að merkja einhverja hreindýrakálfa svo fylgjast megi með ferðum þeirra í framtíðinni.

Í Sandvík sáust alls 30 hreindýr, 22 fullorðin dýr og 8 kálfar. Þrír kálfar voru merktir. Eftir dvölina í víkinni var gengið yfir í Viðfjörð og þar sáust 36 hreindýr. Með í för að þessu sinni voru Sævar Guðjónsson, Anton Berg Sævarsson, Jón Á. Jónsson, Elín Guðmundsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Sigurður Daði Friðriksson, Snorri Styrkársson og Pétur Sörensen. Grétar Örn Sigfinnsson og Páll Freysteinsson skutluðu hópnum í Sandvík á bátnum Mími.

Lesa meira...
 

Mandarínönd heimsækir Borgarfjörð eystri

Þann 10. maí heiRead moremsótti náttúrustofan mandarínönd á Borgarfirði eystri. Skúli Sveinsson lét vita af henni en hún hélt sig í og við fjöruna í og við Bræðsluna. Þetta er skrautlegur steggur að öllum líkindum ættaður úr andagarði á Bretlandseyjum eins og t.d. svartsvanirnir sem hafa heimsótt okkur í vor en einn leit við á Borgarfirði um daginn.

Á https://notendur.hi.is//~yannk/status_aixgal.html má finna upplýsingar um heimsóknir mandarínanda til 2006. Þar sést að sú fyrsta sást 1988 og koma þær eingöngu á vorin og sjást fram í miðjan júní. Á síðunni er einn fugl sýndur á Seyðisfirði en tveir á Egilsstöðum, þar voru á ferðinni tveir innilegir steggir í maí 2006.

 

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti