Fræðsluganga í Vatnajökulsþjóðgarði: Heiðargæsir á Eyjabakkökkum

Read moreÞann 7. ágúst síðastliðinn bauð Vatnajökulsþjóðgarður og Náttúrustofa Austurlands upp á kvöldfræðslugöngu um Ramsarsvæðið Eyjabakka.
Veður var slæmt og niðdimm þoka yfir öllu. Var því aðeins breytt út af áætlun og hluti umræðna látnar eiga sér stað yfir rjúkandi kaffibollum í Laugarfellsskála. Svo var látið reyna á aðstæður og lagt af stað inn í þokuna. Ekki er hægt að segja að svæðið hafi skartað sínu fegursta þó þokunni fylgi ákveðin dulúðarfull heiðarstemning. Aðeins létti þokunni á smá kafla og mátti þá sjá gæsir á víð og dreif um svæðið.

Lesa meira...
 

Gríptu stafræna ferðafélagann með í för um Vatnajökulsþjóðgarðs.

Read moreNáttúrustofa Austurlands hefur nú lokið við gerð fræðsluefnis um náttúrufar og sögu á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefnið ber heitið Stafrænn ferðafélagi í Vatnajökuls¬þjóðgarði- hlustaðu, sjáðu, upplifðu og var unnið með styrk frá Vinum Vatnajökuls.  
Tíu  fræðslumyndskeið voru útbúin þar sem náttúrufræðingar Náttúrustofu Austurlands segja frá einstökum efnisatriðum er varða náttúrufar á svæðinu: gróðurfar, hreindýr og fugla. Jóhann Guttormur Gunnarsson starfsmaður Umhverfisstofnunar segir frá hreindýra¬veiðum og Páll Pálsson frá Aðalbóli segir frá sögu og mannlífi á svæðinu, svo og framskriði Brúarjökuls árið 1890.

 

 

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti