Náttúrustofa Austurlands er 20 ára í dag

Read moreNáttúrustofa Austurlands er 20 ára í dag. Hipp hipp húrra! Guðmundur Bjarnason þáverandi umhverfisráðherra opnaði stofuna formlega á þessum degi fyrir 20 árum. Hún var fyrsta Náttúrustofan, en síðan þá hafa bæst við sjö Náttúrustofur víðs vegar um landið.
Fyrsti starfsmaðurinn var Kristbjörn Egilsson sem fékk það hlutverk að gera tillögur um starfsemi Náttúrustofunnar og sjá um faglegan undirbúning áður en fyrsti forstöðumaðurinn var ráðinn.
Fyrsti starfandi forstöðumaðurinn var Gunnar Ólafsson. Hann leysti af konu sína Guðrúnu Á. Jónsdóttur sem fór í fæðingarorlof.
Næsta árið mun Náttúrstofan minnast afmælisársins með ýmsum hætti og bjóða vinum og velunnurum að taka þátt í viðburði tengdum tímamótunum. Meðfylgjandi eru fréttir um fystu skref Náttúrustofunnar sem birtust í Austurlandi.

 

 

 

 

 

Lesa meira...
 

Hreinkýr bera á láglendi

Read moreAnnars slagið bera hreinkýr á láglendi og ganga þá oft sumarlangt einar en sameinast ekki í stórar hjarðir eins og þær flesta gera inn á heiðum og upp til fjalla (1. mynd. Hópur kúa og kálfa í Þóriseyjum 27. júní 2012) . Ein slík kýr er nú út á Héraðssandi (2.-3. mynd). Vorið 2008 bar kýr stutt utan við Mýnes í Eiðaþinghá (4. mynd).

 

 

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti