Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fuglaskoðun í Reyðarfirði

Fuglaskoðun í Reyðarfirði á vegum Náttúrustofu Austurlands 21. apríl 2000

Klukkan tíu stillti undirritaður sér upp við andapollinn á Reyðarfirði með 2 fjarsjár, 2 sjónauka og nokkrar handbækur um fugla.  Þá þegar voru um 10 áhugasamir fuglaskoðarar mættir á svæðið.  Fuglaskoðun lauk kl. tólf en þá hafði á þriðja tug mætt eða álíka fjöldi og í Iðrunargöngu kirkjunnar á Þingvöllum sama dag. Þeir sem mættu voru flestir Reyðfirðingar, ein stúlka frá Norðfirði og einn Hafnfirðingur í heimsókn.  Einn Reyðfirðinganna, Gunnar B. Ólafsson, hafði fylgst með fuglunum á svæðinu og miðlaði fróðleik sínum.

Fuglar sem héldu sig á leirunum voru mest áberandi og fuglar á sjónum í fjarðabotni.

FUGLALISTI: 

Fýll Nokkrir á sveimi í fjarðarbotni

Gráhegri Einn ungfugl sem stillti sér upp til sýnis á á fjörukambinum stutt innan við girðinguna.  Gunnar Ólafsson hafði séð fuglinn af og til seinni partinn í vetur.  Þegar hann flögraði  um ókyrrðust gæsirnar mikið enda minnir hann mjög á ránfugl á flugi.

Grágæs Nokkur pör upp á fjörukambinum þar sem þær munu verpa í vor.

Stokkönd Nokkur pör í sjónum og í grunnum pollum á leirunni.

Rauðhöfði Sex fuglar í sjónum.

Æður Um 400 fuglar fleki á fjarðarbotni og við bryggjuna.

Hávella Reitingur innan um æðurinn.

Stelkur Um 20 fuglar í hóp á leirunni

Tjaldur Par í fjörunni nálægt girðingu rétt hjá þar sem ég fann hreiður þeirra síðastliðið vor.

Sendlingur Um 10 fuglar á leirunni.

Silfurmáfur Nokkrir fullorðnir á flugi yfir.

Hettumáfur Hópur að streppa (æsiatferli, róta upp) í grunnum leirupolli. Til viðbótar má geta þess að Halldór W. Stefánsson sá heiðlóur á leirunni daginn áður.  Einnig höfðu sést tveir svartþrestir á Reyðarfirði fyrir skömmu.  Þá var talað um æðarkóng í æðarhópunum í Neskaupstað.

Fellabæ laugardaginn 22. apríl 2000

Skarphéðinn G. Þórisson

Tags: fuglar, fugladagurinn

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir