Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Dagur hinna villtu blóma

blomad Dagur hinna villtu blóma var haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 17. júní. Þann dag gafst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Í Neskaupstað var gönguferð um fólkvanginn. Það voru Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir starfsmenn Náttúrustofu Austurlands sem voru með leiðsögn um plöntur sem þar vaxa. Í fólkvanginum er tegundafjölbreytni mikil og gróðurlendi víða gróskumikil. Einkennisjurtir Austfjarða, sjöstjarna, gullsteinbrjótur, maríuvöttur, og bláklukka vaxa þar ásamt ýmsum sjaldséðum tegundum.

Níu manns mættu í gönguferðina á blómadaginn og var veður gott en nokkuð svalt. Nánari upplýsingar um blómadaginn má finna á www.floraislands.is

blomad6

blomad3blomad4blomad5

 

Lyngbúi (Ajuga pyramidalis)

Sjaldgjæf planta á Íslandi sem aðeins finnst á austfjörðum.

Tags: blóm, blómadagurinn, plöntur, gróður

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir