Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Conn kominn á Fljótsdalsheiðina en Fiachra í Lónið með millilendingu á Reyðarfirði

Álftamerkingar í JökuldalsheiðiUndanfarin sumur hafa starfsmenn Náttúrustofu Austurlands aðstoðað við álftamerkingar í Jökuldalsheiði. Í ágúst voru senditæki hengd á tvær álftir þar og á eftirfarandi heimasíðu Super Whooper , má lesa allt um þessar merkingar. Einnig birtist þar nákvæm lýsing á ferðum álftanna tveggja þeirra Fiachra og Conn. Einnig eru ljósmyndir frá merkingunum og þegar senditækið var fest á bak Conn. Þá er hér ein spurning sem menn geta velt fyrir sér;
Af hverju eru það einungis karlfuglar sem fá þann heiður að bera senditækin?

 

 

Lesa meira

Fræðsluerindi SNS

bruntorungar_auglysing-webNáttúrustofur eru staðsettar í öllum landshlutum. Þar starfar hópur fagfólks á hinum ýmsu fræðisviðum. Náttúrustofurnar hafa bundist samtökum sem heita Samtök Náttúrustofa  ( SNS) og standa nú fyrir
fróðlegum fræðsluerindum í fjarfundarbúnaði víðsvegar um landið.

 Sjá nánari upplýsingar með því að velja myndina hér til hliðar.

Fengitími hafinn

 

Hreindýr í JökuldalsheiðiÞann 18. september kannaði Náttúrustofan dreifingu hreindýra í Jökuldalsheiði með aðstoð Reimars Ásgeirssonar. Kíkt var af Skjöldólfsstaðahnjúk, Gestreiðarstaðaöxlum, Hnaus og Sænautafelli. Reiknað er með 400-500 dýr norðan Jökuldals. Í ferðinni fannst aðeins rúmur fimmtungur þess. Sýni var víða slæmt á hreindýr sem gæti skýrt að hluta hvað fá fundust en einnig er líklegt að einhverjir hópar hafi verið í eða utan Sandfells. Niðurstöður eru sýndar í eftirfarandi töflu.

 

Lesa meira

Fjöldi og dreifing hreindýra norðan Vatnajökuls 22. júní 2007

hhopur1 Þann 22. júní voru Snæfellsöræfi gróflega könnuð úr lofti til að athuga dreifingu hreindýra. Þó svo að tilgangurinn hafi ekki verið hefðbundin hreindýratalning og aðeins flogið í rúma tvo klukkutíma sáust álíka mörg hreindýr á þessum slóðum og í hefðbundinni hreindýratalningu 6. júlí 2006.

Lesa meira

Dagur hinna villtu blóma

blomad Dagur hinna villtu blóma var haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 17. júní. Þann dag gafst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Lesa meira

Hvalreki í Hólmanesi

anefja1 Hval hefur rekið á land í Sunnanverðu Hólmanesi á Borgarsandi. Við Nánari athugun hefur komið í ljós að um er að ræða Andarnefju tarf sem er 7,65m á lengd. Ekki sáust nein sár á dýrinu sem gæti gefið til kynna dánarorsök hans, en hann hefur eflaust drepist og rekið í Borgarsandinn fyrir nokkrum tíma síðan.

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir