Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hreindýr í Eiðaþinghá

thumb_04hreindyr_vefStór hópur hreindýra hefur gengið í Eiðaþinghá mest innan Eiða síðan í vetur og eru sumir bændur orðnir býsna þreyttir á að reka þau úr túnum og nýskógum. Þann 18. apríl voru þau 93 innan við Mýnes, mest tarfar en sjö kýr og þ.a. fjórar hyrndar. Flest voru þau talin þann 24. apríl um 120 í einum hópi neðan vegar gengt Fossgerði. Kýr úr hópnum bar utan við Mýnes upp úr miðjum maí.

 Undanfarið hafa hóparnir gengið mest frá Snjóholti að Fljótsbakka en einnig austan vegar. Vonast er til að þeir fari fyrr en seinna norður yfir Lagarfljót og upp á Fellaheiði. Eflaust verða þó einhverjir eftir en þeir eiga þó tæplega von á góðu eftir að tarfaveiðitíminn byrjar þann 15. júlí. Nú halda tveir fullorðnir tarfar sig sér, annar haltur og hinn hornbrotinn.

thumb_01hreindyr_vef

 

 

 

93 dýr innan við Mýnes 18. mars.

thumb_02hreindyr_vef

 

 

 


Tarfar ofan og utan Finnsstaða 24. apríl.

thumb_03hreindyr_vef

 

 


Tarfar ofan og utan Finnsstaða 24. apríl.

thumb_04hreindyr_vef

 

 

 

 


Upp úr miðjum maí bar kýr utan við Mýnes.

thumb_05hreindyr_vef

 

 

 

 

 


Upp úr miðjum maí bar kýr utan við Mýnes.

thumb_06hreindyr_vef

 

 

 

 


 Stærsti tarfurinn í hópnum 12. júní út undir Fljótsbakkaafleggjara

 

 

                                                             thumb_07hreindyr_vef

 

 

 

Einn haltur og annar hornbrotinn innan við Snjóholt stutt frá vegi.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir