Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Flotmeisur á Egilsstöðum

FlotmeisaHuldís Snæbjörnsdóttir sá tvær flotmeisur á Egilsstöðum 2. nóvember og náði þeim á myndband sem hún birti á feisbúkk (https://www.facebook.com/video.php?v=844524258921805)
Líklega voru það sömu flotmeisurnar sem sáust  um síðustu mánaðarmót  og síðan annars slagið hjá  Hjálmari Jóelssyni að Sólvöllum 3 á Egilsstöðum þar sem hann fóðrar smáfuglana myndarlega.
Fyrsta flotmeisan sást á Íslandi 1959. Síðast sáust fjórar saman í Reykjavík í nóvember 2012. Ef gengið er út frá því að flotmeisurnar á Egilsstöðum séu bara tvær þá hafa samtals sést tíu einstaklingar í sex skipti á íslandi, Þar til nú hafa þær allar sést í Reykjavík nema ein í Vestmannaeyjum. Flotmeisan er staðfugl í Evrópu sem skýrir hversu sjaldgæf hún er á Íslandi.

 


Spennandi verður að fylgjast með því hvort einhverjir forfallnir fuglaskoðarar leggi land undir fót til að bæta flotmeisu á tegundalista sinn
Upplýsingar um komur flotmeisa til Íslands til og með 2000 er að finna á eftirfarandi heimasíðu;  https://notendur.hi.is//~yannk/status_parmaj.html
Myndirnar sem fylgja hér með af flotmeisunum og glóbrystingi voru teknar hjá Hjálmari þann 12. desember. Aðrir flækingar sem mætt hafa í fóðrið eru glóbrystingar, starar og svartþröstur.

Flotmeisa FlotmeisaFlotmeisaFlotmeisaFlotmeisa

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir