Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Blómadagurinn 2014

Blómadagurinn 2014Dagur hinna viltu blóma eða blómadagurinn eins og hann er oft kallaður var sunnudaginn 15.júní síðastliðinn. Farið var í skipulagða skoðanaferðir á þrem stöðum á austurlandi.

 

Á Egilsstöðum var það Skarphéðinn G. Þórisson  sem leiddi hópinn  6 áhugasamir plöntuskoðara gengu með Skarphéðni um nágrenni Pálstjarnar og upp á Ekkjufell. Skoðuð voru m.a. mýberjalyng og villijarðarber.

 

 

Lesa meira

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blómaSunnudaginn 15.júní 2014  Gönguferð með blómaskoðun.

 Egilsstaðir. Mæting kl. 10:00 við suðurenda Urriðavatns. Gengið um nágrenni Pálstjarnar og upp á Ekkjufell. Leiðsögn Skarphéðinn G. Þórisson.

Neskaupstaður. Mæting kl. 10:00 við Hjallaskóg (skógræktina) ofan tjaldsvæðis. Leiðsögn: Gerður Guðmundsdóttir.

Fáskrúðsfjörður. Göngufélag Suðurfjarða stendur fyrir plöntu-skoðun í Fáskrúðsfirði. Mæting við Sævarenda kl. 10:00. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir.

 

 

 

 

 

Lesa meira

Fossar og flúðir kortlagðar

Laglegur foss sem fellur fram af á að giska 4 m stalli. Vatnið flæðir niður hallandi berghellu neðan við fossinn og farvegur er þar allur í flúðum.Guðrún Á. Jónsdóttir fyrrverandi forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands kortlagði síðasta sumar lítt þekkta fossa og flúðir á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Náttúrustofa Austurlands sá um úrvinnslu korta og framsetningu á vef. Afraksturinn má sjá hér

Burðarkortlagning Snæfellshjarðar lokið í ár

Dagana 20. og 22. maí var leitað að hreinkúm og kálfum þeirra á burðarsvæðum Snæfellshjarðar.   Þetta er liður í vöktun hreindýrastofnsins sem Náttúrustofa Austurlands hefur unnið  fyrir Landsvirkjun frá vorinu 2005.
 Í vetur hafa snjóalög á hálendi verið óvenju mikil á Austurlandi og hefur það áhrif á dreifingu hreinkúa á burðartíma. Í venjulegu árferði bera hreinkýr í Snæfellshjörð inn til heiða, á svæðum sem liggja hátt yfir sjó. Í vor voru þessi svæði  víða  undir samfelldri snjóhellu og kýr báru meira í heiðarbrúnum og fram í dalbotnum næst Snæfellsöræfum. Að öðru leiti virðast aðstæður hafa verið hreinkúm og kálfum þeirra hagstæðar.

Lesa meira

Vetrartalning hreindýra á Austurlandi 2014

Ofan við Vað í SkridðalDagana 22.-30. mars 2014 voru hreindýr talin frá Suðursveit norður í Þistilfjörð. Ráðnir voru staðkunnugir hreindýramenn til að telja og réðu þeir sér aðstoðarmenn þar sem þess þurfti. Auk þess sá Náttúrustofan um að telja nokkra stóra hópa úr flugvél. Talningin naut styrks úr Veiðikortasjóði. Talið hefur verið að vetri á öllu Austurlandi annars slagið frá 1991.  Síðast var talið 2005 svo kominn var tími á nýja talningu einkum í ljósi þess að dreifing dýranna hefur verið að breytast síðustu árin. Skemmst er frá því að segja að hún tókst afskaplega vel nú og fundust 4790 hreindýr sem er aðeins 40 færra en áætlanir Náttúrustofunnar gerðu ráð fyrir.

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir