Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Dularfullir gráir fuglar á Úthéraði

Grátrönupar - ljósmynd Pétur Örn Hjaltason

Í lok ágúst fóru að berast fréttir af því að gráir stórir fuglar sæjust frá vegi út á Eyju á Úthéraði. Fylgdi sögunni að hér væri ekki um gráhegra að ræða. Þrátt fyrir nokkra leit starfsmanna Náttúrustofunnar sáust engir stórir gráir fuglar þar. Það var svo 6. september sem Pétri Erni Hjaltasyni tókst að mynda þá við Gagnstöð og voru þar greinilega tvær grátrönur á ferðinni. Í síðustu skoðunarferðum Náttúrustofumanna leyndu sér ekki slóðir eftir trönurnar á svipuðum slóðum og Pétur hafði myndað þær.

 

 

Grátrönupar - ljósmynd Pétur Örn Hjaltason

Grátrönupar var sumarlangt á þessum slóðum 2012 og 2013 en engar sáust 2014. Nú dúkka þær upp seint og um síðir en miklar líkur eru á að þær hafi verið á þessum slóðum í sumar þó svo að starfsmönnum stofunnar hafi ekki tekist að finna þær.
Pétur Örn Hjaltason veitti stofunni góðfúslegt leyfi sitt til að birta myndirnar hans.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir