Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrustofuþing á Höfn – 8. april 2015 kl. 10:00 – 16:30

Náttúrustofuþing Samtaka Náttúrustofa (SNS) verður haldið á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015.  Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök Náttúrustofa, Rannsóknasetur H.Í. á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur.

Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi.

Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og auk gestafyrirlesara.
Gert er ráð fyrir að þingið hefist kl.10 og að því ljúki kl. 16:30.

Eftir þinglok er gert ráð fyrir stuttri ferð að Heinabergsjökli og sameiginlegum kvöldverði á Hótel Höfn.

Ókeypis er inn á þingið en æskilegt er að þátttaka tilkynnist í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 2. april svo gera megi ráðstafanir með hádegismat, kaffi og rútuferð.

Aðstandendur þingsins vonast til að sjá sem flesta á Höfn.

Hér má sjá dagskrá þingsins.

Díana og Úlfar

Díana og ÚlfarGrágæsin „Diana“ sem merkt var í Bóndastaðablá á Úthéraði í júlílok 2014 hefur dvalið í Skotlandi í vetur eftir merkilegt ferðalag til vetrarstöðvanna með viðkomu á flestum eyjum á leiðinni. Sjá má ferilskráð ferðalagið á eftirfarandi vefslóð: http://tracking.wwt.org.uk/maps/greylag.php

Sjá fréttina í heila með því að smella hér.

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Austurlands er þekkingar- og þjónustuaðili sem vinnur að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun í tengslum við náttúrufar. Náttúrustofan er rekin af Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði með stuðningi ríkis og starfar samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.

Starfssvið forstöðumanns

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi Náttúrustofunnar
  • Undirbúningur og viðhald rannsóknarstefnu
  • Áætlanagerð
  • Stjórnun mannauðs
  • Stefnumótunarvinna
  • Samskipti við stjórnvöld og samstarfsaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í náttúrufræði og reynsla af rannsóknum eru skilyrði
  • Framhaldsmenntun er æskileg
  • Fagleg þekking á viðfangsefnum Náttúrustofunnar
  • Stjórnunar- og rekstrarreynsla
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og uppbyggilegt viðmót
  • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku

Starfsaðstaða forstöðumanns er í Neskaupstað.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní 2015.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda til stjórnar Náttúrustofu Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 14. mars 2015. Nánari upplýsingar veitir Valdimar O. Hermannsson formaður stjórnar í síma 8606770.

Hreinkýrin Pálína í heimsókn

Pálína ljósmynd: Atli B. EgilssonEskfirðingurinn Atli B. Egilsson tók myndir af eyrnamerktu hreindýri við Hólma í Reyðarfirði 3. febrúar síðast liðinn.  Hann veitti Náttúrustofu Austurlands góðfúslegt leyfi til að birta þær með þessari frétt.

Vorið 2013 stóð Náttúrustofan og Sævar Guðjónsson fyrir leiðangri í Mjóafjörð til að merkja kálfa. Sagt var frá ferðinni í eftirfarandi frétt:

Kálfamerkingaleiðangur Náttúrustofu Austurlands í Mjóafjörð

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands auglýsir tvær lausar stöður

Verkefnisstjóri

Starfið felst í umsjón með rannsóknum á gróðurfari, s.s. rannsóknum, úrvinnslu, skýrslugerð, ráðgjöf og áætlanagerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum á verksviði Náttúrustofunnar. Starfshlutfall er 70-100%. Starfsaðstaða er í Neskaupstað.

Gerð er krafa um háskólapróf í náttúrufræði og þekkingu á gróðurvistfræði. Starfsmaðurinn þarf einnig að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og eiga gott með samstarf. Framhaldsmenntun er kostur. Reynsla af rannsóknum á gróðurfari er æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Náttúrustofu Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 30. janúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Jón Ágúst Jónsson forstöðumaður í síma 4771774.


Tímabundið starf sérfræðings

Starfið felst í rannsóknum á gróðurfari og umhverfisþáttum, s.s. gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og skýrslugerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum á verksviði Náttúrustofunnar. Starfshlutfall er 100%, eða eftir samkomulagi. Um tímabundið starf er að ræða til 30. september n.k. Starfsaðstaða er í Neskaupstað.

Gerð er krafa um háskólapróf í náttúrufræði. Starfsmaðurinn þarf einnig að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og eiga gott með samstarf. Reynsla af rannsóknarstörfum er æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Náttúrustofu Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 30. janúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Jón Ágúst Jónsson forstöðumaður í síma 4771774.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir