Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fuglaskoðun Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna

Fuglaskoðun á Reyðarfirði 2017Árleg fuglaskoðun Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna fór fram sl.laugardag 6. maí á Reyðarfirði og Norðfirði. Fram til þessa hefur verið boðið upp á fuglaskoðun á fjöru að morgni og hafa fuglaáhugamenn því stundum þurft að vakna snemma. Í ár var ákveðið að færa fuglaskoðunina fram á seinni part dags.  Að þessu sinni var viðburðurinn helgaður hinum alþjóðlega farfugladegi  sem var þann 10. maí. Kjörorð dagsins er "þeirra framtíð er okkar framtíð". Nánar má lesa um daginn á fuglavernd.is og á World migratory bird day.
Við leirurnar í botni Norðfjarðar mættu 15 manns til fuglaskoðunar, auk þriggja starfsmanna frá Náttúrustofu Austurlands. Til viðbótar mættu tveir starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar  N4 og verður viðburðinum gerð skil þar innan skamms. Fuglaskoðararnir voru á öllum aldri og m.a. tveir ofan af Héraði og hefur það ekki gerst áður. Flestir þeirra nutu þess að skoða fuglana í fjarsjá NA sem stækkar 20-60 falt.
Veður var kalt en bjart. Austan strekkingur var framan af og hiti 4-5 gráður °C. Fuglaathugunin hófst kl. 17:00 og stóð í um einn og hálfan klukkutíma.


Í ár sáust aðeins 20 tegundir meðan á formlegri athugun stóð og voru þær þessar: Grágæs, rauðhöfði, æður, hávella, tjaldur, heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, stelkur, hrossagaukur,  tildra,  rita,  hettumáfur, silfurmáfur, bjargdúfa, kría, þúfutittlingur, maríuerla og  hrafn. Þá bættust við jaðrakanar og nokkrar skúfendur á Ingunnarkíl og hrossagaukur á flugi þegar kíkt var lauslega yfir allt svæðið eftir að fuglaathuguninni lauk.

Skarphéðinn fræddi gesti um fuglana  sem sáust og um merkingar á grágæsum á Austurlandi.  Í fyrra fengu tvær Norðfirskar gæsir (Sjókarl og Sveinn) gervihnattasenda um hálsinn og ein gæs á Egilsstöðum (Skúli). Sjókarl þagnaði ytra en Sveinn var skotinn. Sendirinn af honum verður settur á grágæs í Norðfirði í sumar. Skúli skilaði sér til landsins í vor og dvelur nú á svipuðum slóðum og hann var merktur. Arnór Sigfússon stóð fyrir merkingunum með hjálp Náttúrustofunnar.  Fylgjast má með gæsunum á Satellite Tracking Map.
Við leirurnar í Reyðarfirði mættu 10 manns til fuglaskoðunar, auk Halldórs W. Stefánssonar frá Náttúrustofu Austurlands. Veður var ágætt,  hafgola, léttskýjað og hiti 10-12°C.   Fuglaskoðunin hófst kl. 18:00 og  sáust  31  fuglategund sem voru þessar: Skógarþröstur, stelkur, hettumáfur, jaðrakan, skúfönd, maríuerla, grágæs, urtönd, stokkönd, heiðlóa, tjaldur, kría, sandlóa, lundi, æður, spói, tildra, rauðhöfðaönd, hávella, álft, lóuþræll, svartbakur, straumönd, bjargdúfa, fýll (múkki), silfurmáfur, sendlingur, kjói, heiðagæs, hrafn og hrossagaukur.

IMG 5011x IMG 5017x IMG 5022x IMG 5029x IMG 5042x IMG 5044x  IMG 5046x

 

Fugladagurinn 6.maí 2017

HrossagaukurÁrleg fuglatalning og fuglaskoðun verður næstkomandi helgi, samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands..

Laugardaginn 6. maí 2017 síðdegis, mæting kl 17 á Norðfirði við Leiruna og kl 18 á Reyðarfirði við Andapollinn.

Sérfræðingar leiðbeina og fræða og koma með „fuglaskóp“ en gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Allir velkomnir.

 


Þann 10 maí næstkomandi er alþjóðlegi farfugladagurinn og er yfirskrift ársins 2017 "þeirra framtíð er okkar framtíð".
Á vef fuglaverndar má nálgast nánari upplýsingar um daginn.

Viltu beisla mátt fjöldans við náttúrurannsóknir og hanna hreindýravefsjá/app í sumar?

Auglysing Náttúrustofa Austurlands vill ráða nema í grunn - eða meistaranámi til að  vinna verkefni sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna til starfa í sumar.   Verkefnið  Námsmaður hannar og setur upp hreindýravefsjá sem verður hluti af vöktun hreindýra  á Austurlandi og hefur það markmið að safna upplýsingum frá almenningi (e: crowdsourcing)  um dreifingu hreindýra og samsetningu hjarða. Verkið innifelur m.a. að hanna  landupplýsingagagnagrunn og mögulegt einfalt app til að senda inn myndir og staðsetningar  af hreindýrum. Hreindýravefsjáin verður aðgengileg öllum.    Nemandinn verður ráðinn frá 1. júní til 31. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi og  laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.   Hæfnin Við leitum af nema í grunn- eða meistaranámi t.d. í tölvunarfræði eða landfræði með áherslu  á landupplýsingatækni. Æskilegt er að viðkomandi sé sjálfstæður í vinnubrögðum, hafi  frumkvæði og metnað til að sýna árangur og eigi auðvelt með að vinna með öðrum.   Vinnustaðurinn  Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýrastofninn á Austurlandi og sinnir fjölbreyttum  verkefnum í tengslum við rannsóknir, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á náttúrufari.  Skrifstofur eru í Neskaupstað og á Egilsstöðum.  Umsóknarfrestur er til og með 10. maí n.k. Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður tekur við  umsóknum og fyrirspurnum í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8460922.

Skólaheimsóknir

IMG 2448 4bekkur2017Þegar líður að vori fær starfsfólk Náttúrustofu Austurlands gjarnan beiðnir um að taka á móti og eða heimsækja leik- og  grunnskólanema.
Fjórðubekkingar frá Nesskóla komu í heimsókn á Náttúrustofuna lok mars, kynntust starfsseminni og  fengu að spreyta sig á spurningakeppni með Qr kóða, aldursgreina hreindýr út frá tannsliti, kíkja í víðsjá og grúska í plöntuhandbókum. Þá fór hreindýrasérfræðingur í heimsókn í Egilsstaðaskóla og fræddi 2.bekk um hreindýrin og sagði frá fuglunum sem koma nú til landsins hver á fætur öðrum.

Náttúrustofuþing 2017

Bodskort SNS Husavik Fimmtudaginn 6.apríl verður hið árlega Náttúrustofuþing haldið á Húsavík. Þetta er í níunda sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem kynnt er brot af því sem unnið er að á Stofunum, auk þess kemur gestafyrirlesari frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Þingið er haldið á Fosshótel Húsavík, hefst kl 09:45 og stendur til 12:30.
Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá Náttúrustofuþingsins er fjölbreytt og áhugaverð og má geta þess að  Kristín Ágústsdóttir og Skarphéðinn G. Þórisson munu fyrir hönd Náttúrustofu Austurlands halda fyrirlestur um hreindýrabeitarvist: Hvað og hvar bíta hreindýr ?
Dagskrána má nálgast með því að smella hér.

 

Tjaldurinn mættur

Tjaldur IMG 7006a 4000 1224x926Tjaldurinn ( Haematopus ostralegus ) er mættur. Starfsfólki Náttúrustofu Austurlands hafa borist þær fréttir að 19.febrúar hafi hann sést á Mjóeyri við Eskifjörð.  Þann  5.mars sunnanmegin í Reyðarfirði og daginn eftir sáust tjaldar í Mjóafirði. Örfá pör verpa á Fljótsdalshéraði og þar af nokkur í nágrenni Egilsstaða og Fellabæjar. Tjaldar hafa enn ekki sést á Héraði.

 


Gaman væri austfirðingar góðir ef þið hefðuð tök á að senda okkur línu þegar þið sjáið vorboðana koma í ykkar heimahaga.  
Senda má upplýsingar og myndir ef þær eru til á netfangið na(hjá)na.is, eða í gegnum fésbókarsíðu Stofunnar.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir