Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Heiðagæsirnar spóka sig nú í Bretlandi

KristínÍ lok júlí sl. setti Náttúrustofa Austurlands í samvinnu við Verkís og WWT (Wildfowl and Wetland Trust) GPS senditæki á fimm heiðagæsir í sárum á Vesturöræfum. Megin tilgangurinn var að skrásetja ferðir og landnýtingu gæsanna með nákvæmari hætti en áður hefur verið gert. Þær senda nú frá sér upplýsingar um staðsetningu daglega.
Gæsirnar fimm voru allt kvenfuglar sem fengu nöfnin; Kristín, Rán, Áslaug, Guðrún og Erlín/Elín. Eftir að þær urðu aftur fleygar var hægt að fylgjast með þeim yfirgefa merkingasvæðið fyrir utan Rán sem hætti að senda merki frá sér í byrjun ágúst. Gæsirnar fjórar sem sendu frá sér staðsetningar yfirgáfu Ísland um miðjan september og dvelja nú á vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum. Lengi vel var óttast að Rán hefði drepist skömmu eftir merkingu en svo bárust þær gleðifréttir frá vinum okkar í Bretlandi að hún hefði sést hress og kát þann 29. október við Lytham Ross. Þær Kristín og Guðrún halda sig í nágrenni við Liverpool en Áslaug og Erlín/Elín eru í Skotlandi við Dundee og Aberdeen.


Nú er hægt að fylgjast með gæsunum á meðfylgjandi vefslóð og vonandi lifa þær veturinn af og skila sér á varpslóðir vorið 2018. Þar er m.a. hægt að sjá að Áslaug fór fyrst af stað yfir hafið, en hún lagið af stað austan Þrándarjökuls snemma dags þann 14. september og var komið til Skotlands um kvöldið. Kristín var austan Snæfells þegar hún ákvað að fara af landi brott að kvöldi 14. september. Hún var svo lent snemma morguns þann 15. september í Skotlandi. Guðrún fór fyrst suður að Höfn áður en hún flaug yfir hafið en Erlín/Elín fór hinsvegar úr Fljótsdalsheiðinni beint til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum.
http://gps.verkis.is/heidagaes17/
Af tæknilegum ástæðum hefur hluti staðsetninga gæsanna fallið út en unnið er að lagfæringum.

Rán  Áslaug   

Guðrún  Elín/Erlín

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir