Þó svo að dragi úr hættunni á árekstrum eftir því sem birtir er hún enn fyrir hendi. Gildir því það sama um hreindýr og umferð eins og var síðast sagt og stendur hér að neðan.  Mikill snjór til fjalla og upp til heiða gæti aukið á ferðir hreindýra með vegum og einnig staðið lengur fram á vetur vegna þessa og þurfa menn því að vera vel á varðbergi.

Hreindýr eru nú í byrjun árs 2014 víða nálægt þjóðvegum. Hættan á að hitta á hreindýr er samfelld frá Mýrum og í Breiðdal og í byrjun árs var keyrt á dýr í Álftafirði. Reyðarfjarðardýrin hafa undanfarið gengið mikið á milli þorps og Hólmaness, einkum í nágrenni álversins og nokkur dýr hafa þar lent fyrir bílum. Á Héraði hefur nokkuð borið á hreindýrum á Völlum og í Skriðdal, nokkrir tarfar hafa sést við Eiða og hópur út við Héraðssand.

Smellið á mynd til að sjá hana stærri.

Hreindýr

Síðast uppfært ( Þriðjudagur, 25 Febrúar 2014 13:44 )