Í vetrarbyrjun 2014

Nokkuð er síðan um 230 hreindýr komu niður á Mýrar og ganga þau þar oft nálægt þjóðvegi. Nú í byrjun vetrar og fyrstu snjóum má búast við því að hreindýrahópar komi til með að halda sig meir nær vegum. All stórir hópar hafa sést nálægt vegum í Vopnafirði og við Öxi. Samhliða skammdeginu eykst hættan á árekstrum við hreindýr en nóvember, desember og janúar eru hættulegustu mánuðirnir. Eins og fyrr þurfa vegfarendur að vera á verði frá Jökulsá á Breiðamerkursandi og norður í Þistilfjörð.

 

 

Síðast uppfært ( Þriðjudagur, 28 Október 2014 09:22 )