Nú eru kýr og kálfar komin fram í heiðanna ró og hefur því ferðum þeirra við þjóðvegi Austurlands

fækkað mikið. Margir tarfar hanga þó í byggð fram á sumar og getur stafað hætta af þeim í umferðinni

einkum framan af sumri. Samkvæmt skráningu Náttúrustofunnar verða 60% hreindýra fyrir bílum í

nóvember, desember og janúar. Hingað til hefur ekki frést af niðurkeyrðu hreindýri júlí og ágúst og

afar fá í júní, september og október. Þrátt fyrir að hættan af hreindýrunum í umferðinni er minni á

sumrin þurfa ökumenn að hafa það í huga að hreindýr geta hlaupið snöggt fyrir bíla frá Jökulsárlóni á

Breiðamerkursandi og norður í Þistilfjörð á öllum tímum árs.

 

Smellið á mynd til að sjá hana stærri.

Niðurkeyrð hreindýr í umferðinni

Síðast uppfært ( Föstudagur, 20 Júní 2014 11:22 )