Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Grænfánaafhending

Grænfánaafhending í leikskólanum BrekkubæÞann 23. júní kom Náttúrustofa Austurlands við í leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði með Grænfána handa krökkunum og starfsfólki leiksólans. Grænfáninn er viðurkenning sem veitt er skólum og leikskólum sem náð hafa góðum árangri í umhverfismálum. Grænfáninn er hluti verkefnis á vegum alþjólegs félags sem heitir Foundation for Environmental Education (FEE). Þetta félag stýrir umhverfismenntunarverkefni þar sem 38 þúsund skólar í 50 löndum taka þátt. Verkefnið gengur út á að auka umhverfismenntun í skólum og vitund nemenda og kennara í umhverfismálum. Landvernd er fulltrúi FEE hér á landi og sér um utanumhald verkefnisins. Náttúrustofa Austurlands hefur verið þeim innan handar með að koma fánanum í skóla og leikskóla á Austurlandi. 



Krakkarnir í Brekkubæ eru að fá þennan fána í fyrsta sinn og vill Náttúrustofa Australands óska þeim til hamingju með þann frábæra árangur. Fáninn er mikil viðurkenning veitt til tveggja ára. Til að halda í fánann þurfa skólar því að sýna fram á áframhaldandi góðan árangur. Náttúrustofa Austurlands óskar Brekkubæ jafnframt velfarnaðar í þeirri baráttu.
Grænfánaafhending í leikskólanum Brekkubæ

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir