Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fréttir af fuglum

ÆðablikiBlautur og kaldur bliki
Fimmtudaginn 17. febrúar var komið með æðarblika (Somateria mollissima) á Náttúrustofuna. Blikinn var blautur og kaldur þegar komið var með hann og var hann baðaður og þurrkaður. Hann var við hestaheilsu eftir það og var farin að éta og drekka á föstudaginn. Á laugardaginn var síðan tekin ákvörðun um að sleppa honum og virtist hann vera frelsinu feginn.  Svo virðist sem hann hafi lent í einhverju sem hefur takmarkað einangrun hans en óstaðfest þó hvað það gæti hafa verið.

Svartþröstur (Turdus merula)
Laugardaginn 18. febrúar sást til svartþrastar í Marbakka í Neskaupstað og reyndist það vera karlfugl. Svartþrestir eru algengir um alla Evrópu og asíu sunnan norðurheimskautsbaugs. Algengast er að sjá svartþresti hér á landi á veturna. All mörg pör verpa nú árlega á Íslandi en auk þess flækjast þeir til landsins á haustin og dvelja hér vetrarlangt  Fullorðnir karlfuglar eru kolsvartir með heiðgult nef og augnhring en fullorðin kvenfugl er móbrúnn með dökkt nef. Þeir sjást oft með skógaþröstum (Turdus iliacus) eða einsamlir. Þessi tiltekni fugl var bara einn.

Heimildir Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. Vaka Helgafell, Reykjavík.

Tags: fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir