Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Merktir tarfar felldir 2007

Kálfur 2005. ljósmynd Reimar Ásgeirsson Þann 20. ágúst  felldi Ólafur Jónsson merktan tarf á Svínadal undir Teigagerðistindi við Reyðarfjörð í um rúmlega 100 dýra hópi, svokallaðri Reyðarfjarðarhjörð. Fallið af honum var nákvæmlega 100 kg og fita á baki þykkust 51 mm. Leiðsögumaður í ferðinni var Sævar Guðjónsson. Tarfurinn hafði verið merktur 2004 og því á fjórða hausti eða þriggja ára (sjá heimasíðufrétt frá 3. nóvember 2006: “Hornprúður boli”).

Þann 5. september 2007 var tarfur skotinn rétt innan við Hengifossárvatn á Fljótsdalsheiði úr hópi dýra sem runnu austan úr Ketilhrauni og stefndu vestur yfir heiði. Hann reyndist vera með hvítt plastmerki í hægra eyra. Veiðimaður var Halldóra Matthíasdóttir og leiðsögumaður Stefán Geir Stefánsson. Reimar Ásgeirsson merkti hann í Sauðárfit á Vesturöræfum þann 13. maí 2005 er hann var í rannsóknarleiðangri þar með Rán Þórarinsdóttur. Tarfurinn var því tæplega tveggja ára og fjögurra mánaða gamall og fallið af honum var 80.5 kg.

Í hvorugu tilvikinu sáu veiðimenn merkið og sýnir þetta okkur að nauðsynlegt er að merkja kálfa í bæði eyru til að forðast að þeir verði skotnir snemma á ævinni.

Ljósmyndurum þakkað fyrir afnot af myndum þeirra sem fylgja þessari frétt.

Skarphéðinn G Þórisson

 

Kálfur 2005. ljósmynd Reimar Ásgeirsson

 

 

 

 

Ljósm. Ólafur Jónsson og Sævar Guðjónsson

 

 

 

 

Ljósm. Ólafur Jónsson og Sævar Guðjónsson

 

 

 

 

ljósm. Halldóra Matthíasdóttir og Stefán Geir Stefánsson

 

 

 

 

ljósm. Halldóra Matthíasdóttir og Stefán Geir Stefánsson

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir