Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hvalreki í Hólmanesi

anefja1 Hval hefur rekið á land í Sunnanverðu Hólmanesi á Borgarsandi. Við Nánari athugun hefur komið í ljós að um er að ræða Andarnefju tarf sem er 7,65m á lengd. Ekki sáust nein sár á dýrinu sem gæti gefið til kynna dánarorsök hans, en hann hefur eflaust drepist og rekið í Borgarsandinn fyrir nokkrum tíma síðan.

Andarnefjur (Hyperoodon ampulatus) finnast umhverfis allt land á sumrin, oftast á rúmsjó utan landgrunnsins. Andarnefjan er farhvalur og er hún eingöngu hér við land á sumrin og leitar svo suður á bóginn þegar haustar. Talið er að um 42000 dýr haldi sig við landið yfir sumartímann. Andarnefjan er 7-9 m á lengd og 6-8 tonn að þyngd en fullorðinn tarfur getur þó orðið um 10 m langur og nær 10 tonn að þyngd. Kýrin er talsvert minni en tarfurinn. Andarnefjur geta orðið 40–60 ára gamlar. Helsta fæða andanefjunar er smokkfiskur. Andarnefja var mikið veidd í Norður-Atlantshafi allt fram á sjötta áratug þessarar aldar, eða þar til hún var friðuð árið 1972. Andanefjan er af ættbálki tannhvala og ættkvísl svínhvala. Svínshvalir eru djúpsjávardýr og halda sig oftast á úthöfunum. Þeir eru taldir geta kafað niður á meira en 1.000 metra dýpi þar sem þeir leita að djúpsjávarsmokkfiskum til að éta. Þeir hafa einstaka köfunarhæfileika og geta verið í kafi í að minnsta kosti hálfa klukkustund. Mælingar hafa þó sýnt að þessi tími getur verið mun lengri eða allt að 80 mínútur. Heimildir Vísindavefur Háskóla Íslands.

anefja2anefja3anefja4

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir