Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Gullglyrna (Chrysopa carnea)


thumb_gullglyrna 300908 ulfsstadaskogur sveinn ingimarsson-1Þann 30. september færði Sveinn Ingimarsson á Sturluflöt í Fljótsdal Náttúrustofu Austurlands skordýr (sjá meðfylgjandi mynd). Hann hafði fundið það fyrr um daginn á dráttarvél í Úlfsstaðaskógi á Völlum. Hér reyndist vera á ferðinni gullglyrna (Chrysopa carnea)  sem slæðist til landsins árlega en hefur ekki enn náð fótfestu. Hún tilheyrir netvængjum (Neuroptera) en fyrir í landinu er aðeins ein tegund sem tilheyrir þessum hópi þ.e. birkiglyrnan (Wesmaelinus nervosus) (http://www.ni.is/dyralif/smadyr/tegundiroglifshaettir/skordyr/aettbalkar/netvaengjur).
 

 

 


Glyrna af ættkvíslinni Chrysopa (http://www.ento.csiro.au/education/insects/neuroptera.html).
Birkiglyrnan er brún að lit en gullglyrnan græn. Netvængjur lifa mikið á blaðlúsum og ekki síst lirfan sem er hið argasta rándýr. Þær hafa öfluga kjálka (sjá mynd) til að grípa og halda bráðinni og síðan sjúga þær innvolsið úr þeim.
 
Lirfur nokkurra netvængja  (http://www.ento.csiro.au/education/insects/neuroptera.html).
Auk myndar af gullglyrnu Sveins fylgir með  mynd af afrískri netvængju af ættkvíslinni Palpares sem sýnir betur helstu einkenni þeirra s.s. hina 4 fíngerðu vængi og stór augu. Þessar kallast Antlion sem vísar eflaust til rándýrseðlis þeirra.

 

thumb_afrikuglyrna3 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir