Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Rúlluplasttuddi

thumb_plasttuddi 03-1Að morgni þess 16. október var haft samband við Náttúrustofu vegna hreintarfs með plast á hornum. Farið var á stúfana og fannst hann utan girðingar gengt Grímstorfu. Greinilegt var að plastið ógnaði ekki lífi hans. Daginn eftir var plastið dottið af. 

Lesa meira

Vogmær

Sigurður Baldursson Bóndi á Sléttu í Reyðarfirði hafði samband við Náttúrustofuna og lét vita að hann hefði fundið vogmær (Trachipterus arcticus) rekna í fjörunni fyrir sunnan Sléttuá.  Mærin er um meter að lengd og bíður hún þess nú að vera stoppuð upp.  
vogmaermyndin er tekin af vef www.nna.is

 

Lesa meira

Gullglyrna (Chrysopa carnea)


thumb_gullglyrna 300908 ulfsstadaskogur sveinn ingimarsson-1Þann 30. september færði Sveinn Ingimarsson á Sturluflöt í Fljótsdal Náttúrustofu Austurlands skordýr (sjá meðfylgjandi mynd). Hann hafði fundið það fyrr um daginn á dráttarvél í Úlfsstaðaskógi á Völlum. Hér reyndist vera á ferðinni gullglyrna (Chrysopa carnea)  sem slæðist til landsins árlega en hefur ekki enn náð fótfestu. Hún tilheyrir netvængjum (Neuroptera) en fyrir í landinu er aðeins ein tegund sem tilheyrir þessum hópi þ.e. birkiglyrnan (Wesmaelinus nervosus) (http://www.ni.is/dyralif/smadyr/tegundiroglifshaettir/skordyr/aettbalkar/netvaengjur).
 

 

 

Lesa meira

Náttúrustofuþing 2008

thumb_natturustofuthing_2008 001Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands fjölmennti  vestur á Stykkishólm í liðinni viku  á árlegt Náttúrustofuþing, ráðstefnu Samtaka náttúrustofa .

Náttúrustofurnar eru 7 talsins og mættu á fjórða tug starfsmanna í Stykkishólm og sátu vinnuhópafundi, aðalfund SNS, fóru í skemmtisiglingu um Suðureyjar, skoðuðu Vatnasafnið og snæddu  sameiginlegan kvöldverður  í  Narfeyrarstofu, síðast en ekki síst Náttúrustofuþing ráðstefna sem  haldin  var í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði föstudaginn 26.september.

Lesa meira

Hreindýratalning 2008

thumb_a_talidHreindýr voru talin norðan Vatnajökuls 5. Júlí 2008. Nú fundust 2562 dýr og voru flest aldrei þessu vant út á Fljótsdals- og Fellaheiði. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skýrslu.

 

Fengitíminn hafinn

thumb_fjar_arhei_i 1Fengitími hreindýranna hefst upp úr miðjum september.  Þá nusa tarfarnir upp kýrnar og eru á eilífum þönum eins og veturgamli tarfurinn sem fylgir hér með en hann var á hlaupum við þjóðveg á Fjarðarheiði. Á fengitíma er samsetning stofnsins könnuð. Í þeim tilgangi var flogið yfir Fjarðarheiði þann 23. september og hópur þar myndaður og fylgja niðurstöður og myndir af honum hér með. Litir í töflu visa til dýra á myndinni sem talið var af. Spurningarmerkið á myndinni er á fullorðnum tarfi sem er annað hvort kollóttur eða með afar undarlega hnífla. Reynt verður að skoða það nánar. Líklega eru veturgamlir tarfar vantaldir þar sem þeir líkjast kúnum.

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir