Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2009

Hin árlega fuglaskoðun Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðarmanna fór fram í blíðskaparveðri á leirunum í Reyðarfirði og Norðfirði á morgunfjörunni sunnudaginn 10.maí eftir að henni hafði verið frestað um einn sólarhring vegna veðurs á laugardegi.


Rótgróinn hópur fuglaskoðara lét sig ekki vanta og mættu aðrir í sitt fyrsta sinn og var þátttaka góð á báðum stöðunum.  Það vildi svo til að yfir þessa helgi stóðu alþjóðlegir farfuglaskoðunardagar og fór vel á því að tvinna almenna fuglaskoðun við það þar sem farfuglarnir streyma til landsins og þar með umferðarfarfuglar á leið sinni til norðlægari landa.

Í Reyðarfirði sáust 33 fuglategundir og í Norðfirði sáust 26 tegundir.  Flestar tegundirnar höfðu sést á stöðunum áður í árlegri fuglaskoðun, aðrar hefðbundnar vantaði og nýjar voru að sjást í fyrsta sinn.

Fugladagurinn 2009 á Reyðarfirði. Ljósmynd H.W.S.Reyðarfjörður:
Stelkur, grágæs, hettumáfur, urtönd, heiðlóa, kría, margæs, hávella, stokkönd, toppönd, lóuþræll, sandlóa, rauðbrystingur, tjaldur, kjói, gargönd, æður, silfurmáfur, rauðhöfðaönd, teista, skúfönd, straumönd, sendlingur, rita, tildra, skógarþröstur, maríuerla, dílaskarfur, svartbakur, jaðrakan, heiðagæs, hrossagaukur og spói.

Fugladagurinn 2009 á Norðfirði. Ljósmynd G.G.Norðfjörður:
Himbrimi, dílaskarfur, grágæs, rauðhöfði, æður, skúfönd, hávella, straumönd, tjaldur, sandlóa, heiðlóa, lóuþræll, sendlingur, tildra, stelkur, silfurmáfur, hettumáfur, rita, kría, maríuerla og þúfutittlingur.

Auk þess má geta að í Neskaupstað fengust eftirfarandi upplýsingar frá fuglaáhugamanni. Um 100 rauðbrystingar hafi sést 2.maí ,  ein vepja í janúar, nokkrir tjaldar 15.mars, grafönd hefur sést í fylgd með stokkandarpari, æðarkóngur 1 eða 2 sást fyrst 20.mars,  1 brandönd sást 6.apríl en 2 og síðan 3 síðar. 1 gráþröstur í apríl , heiðlóa sást fyrst í ár 12 apríl, helsingi þann 18 apríl,  1 blesgæs sást í vor inni í sveit og 19 apríl sást jaðrakan og tildra.

Tags: fugladagurinn, fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir