Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fólkvangur Neskaupstað - Náttúruvernd

Náttúruvernd
Markmið friðlýsinga eru einkum tvö. Annars vegar að varðveita hið friðlýsta landsvæði svo ósnortið af manna völdum sem kostur er þannig að lífríkið fái þar að dafna eftir lögmálum náttúrunnar sjálfrar. Samfelldar heildir ósnortinnar náttúru, sem geyma villtar tegundir lífvera og búsvæði þeirra, eru nokkurs konar bankar líffræðilegrar fjölbreytni. Slík svæði verða sífellt mikilvægari eftir því sem vaxandi hluti jarðar ber merki mannlegra umsvifa. Hins vegar er markmið friðlýsinga að gefa fólki kost á að njóta útivistar í óspilltri náttúru sér til ánægju, lífsfyllingar og menntunar.

Til að ná markmiðum friðlýsingarinnar voru settar reglur um fólkvanginn. Þar segir:
Að svæðið sé friðland þar sem fólki er einungis heimil
för fótgangandi.
Að ekki megi tína blóm eða trufla dýralíf.
Að mannvirkjagerð og jarðrask, búfjárbeit og meðferð skotvopna sé bönnuð.

Umhverfismálaráð Neskaupstaðar hefur eftirlit með fólkvanginum.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir