Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Erlendir bloggarar, blogga um íslensk hreindýr

Á erlendri  bloggsíðu " Reindeer blog" hefur verið vitnað í fréttir af hreindýrum, fréttirnar sem eiga uppruna sinn á  heimasíðu Náttúrustofu Austurlands tengjast gjarnan í gegnum fréttir á mbl.is. 
Nú nýverið var skrifað um senditækjakýrnar svokölluðu og lesendum bent á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands,og hvað eigi að gera til að nálgast upplýsingar um einstaka kýr. Til að komast á áður nefnda bloggsíðu má smella Hér.

Ef þið rekist á fréttir á erlendri grund sem  tengdar eru við Náttúrustofu Austurlands megið þið gjarnan deila þeim með okkur í gegnum netfangið okkar na(hjá)na.is

Bæklingur um hreindýr

Náttúrustofa Austurlands hefur í samstarfið við Þekkingarnet Austurlands og NEED gefið út bækling um hreindýr.
Megin markmið þessa bæklings er að miðla almennum upplýsingum um hreindýr, auk
þess að efla áhuga og skilning manna á þeim og lifnaðarháttum þeirra. Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands hefur tekið upplýsingarnar saman sem þeirra framlag í NEED
- Northern Environmental Education Development project sem er samstarfsverkefni
fjögurra þjóða í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) með það markmið að
miðla þekkingu um umhverfi og náttúru. Nánar á www.need.is og www.geoneed.org.
Smellið á hér til að sjá meira.

Lesa meira

"þetta er óþverraskapur"

Álftir við Fjallsá, ljósmynd: Valgeir S.KárasonNáttúrustofa Austurlands fékk í síðastliðinni viku ábendingu frá Valgeiri S. Kárasyni starfsmanni Vegagerðarinnar um blóðugar álftir vestan við Fjallsá á suðausturlandi. Haft var samband við Björn Arnarson fuglaáhugamann sem fékk Brynjólf Brynjólfsson til að kanna málið. Í ljós kom að þar höfðu óprúttnir einstaklingar skotið á þrjár álftir, sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum og skilið þær eftir særðar. Aðkoman var hræðileg en sem betur fer eru slíkar tilkynningar mjög fátíðar.
Hægt er að lesa frétt um málið á mbl.is með því að smella hér

 

Fyrsta ársskýrsla Samtaka náttúrustofa komin út

Út er komin ársskýrsla Samtaka náttúrustofa (SNS) fyrir árið 2009. Skýrslan inniheldur umfjöllun um starfsemi náttúrustofa, sem eru sjö talsins og dreifðar um landið. Þetta er í fyrsta sinn sem SNS gefur út sameiginlega ársskýrslu fyrir allar náttúrustofurnar en hún sýnir svo ekki er um að villast að á náttúrustofunum er unnið mikilvægt, fjölbreytt og áhugavert starf í tengslum við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf um náttúrutengd málefni.
Skýrslan, sem er um 60 síður að lengd, er aðgengileg á netinu, bæði á heimasíðu Samtaka náttúrustofa www.sns.is og eða með því að smella hér. Þeim sem vilja eignast prentað eintak af skýrslunni er bent á að hafa samband við Samtök náttúrustofa eða næstu náttúrustofu.

Lífsleikni - Náttúran í okkar nánasta umhverfi

Lífsleiknihópur úr Verkmenntaskóla AusturlandsStarfsfólk Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað hefur undanfarin haust farið með nemendur úr Verkmenntaskóla Austurlands í náttúruskoðunarferð í Hjallaskóg Er þetta hluti af kennslu í  Lífsleikni 103 og 203.
Markmiðið er að reyna að vekja hjá nemendum áhuga á náttúruskoðun og náttúrufari í þeirra nánasta umhverfi.
Farið var í gönguferð frá húsnæði Búlandsins í Neskaupstað og upp í skógrækt. Fengu nemendurnir það verkefni að skrifa hjá sér það sem þau sáu og upplifðu á leiðinni, t.d.  hvaða dýr og plöntur þau sáu, velta fyrir sér örnefnum, spá í liti og hljóð í umhverfinu og almennt í náttúruna.  Um 50 nemendur eru í þessum áföngum og var farið með þau í fjórum hópum.

Náttúrustofuþing 2010 á Hvolsvelli

Þriðjudaginn 12. október verður hið árlega Náttúrustofuþing haldið á Hvolsvelli. Þetta er í sjötta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu þar sem kynnt er brot af því sem unnið er að á náttúrustofunum, ásamt því sem tveir gestafyrirlesarar af samstarfsstofnunum kynna rannsóknir sínar. Þingið er haldið á Hótel Hvolsvelli, hefst kl 13:30 og stendur til 16:30.
Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá Náttúrustofuþingsins er fjölbreytt og áhugaverð og má geta þess að  Rán Þórarinsdóttir og Skarphéðinn G. Þórisson munu fyrir hönd Náttúrustofu Austurlands halda fyrirlestur um hagagöngu hreindýra.
Dagskránna má nálgast með því að smella hér.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir