Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vinnustofa í greiningu grasa og stara

Námskeiðið hentar áhugafólki um íslenska náttúru og plöntunytjar, menntaskólanemum og öðrum sem hafa áhuga á að læra að þekkja íslenskan gróður. Áætlað er að skoða plöntur, einkum grös og starir og læra undirstöðuatriði í notkun greiningarlykla til að greina þær.
Fyrri dag námskeiðsins er farið í vettvangsferð, grös og starir í mismunandi gróðurlendum skoðuð og eintökum safnað til frekari athugana. Seinni dag er farið yfir notkun greiningarlykla til að greina plöntur einkum grös og starir, farið yfir helstu hugtök og orð sem notuð eru í greiningarlyklum og þær plöntur sem safnað var fyrri daginn tegundagreindar.

Staðsetning:
Reyðarfjörður, laugardaginn 3. september kl: 13 - 17 og sunnudag 4.september kl. 10 - 14
Leiðbeinandi Guðrún Á Jónsdóttir
Verð: 17.000 kr.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér og fletta niður að og smella á  Reyðarfjörður - vinnustofa í greiningu grasa og stara

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir