Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Rússneskar blesgæsir á ferð og flugi

Blesgæsir af Evrópustofni sem verpa í Síberíu (European White Fronted Goose - Anser albifrons albifrons) heimsóttu Austurland eftir miðjan nóvember um það leiti sem flestar aðrar gæsir og farfuglar höfðu yfirgefið landið.  Þriggja fugla varð fyrst vart á Seyðisfirði þann 14. nóvember.  Viku síðar birtust svo 17 fuglar af sömu tegund á Egilsstöðum þar sem þær dvelja ennþá á túnum Egilsstaðabænda.  Það voru 14 eldri gæsir og 3 ungfuglar. 

Trúlega hafa þær fengið óvenju sterkan hliðarvind sem stýrt hefur þeim af leið til Íslands, en þessi (undirtegund) hefur vetursetu í Hollandi, Þýskalandi og í Belgíu.  Henni svipar til grænlensku frænku sinnar sem fer hér um land vor og haust.  Á Íslandi eru allar blesgæsir friðaðar.
Munurinn á þessum tveimur blesgæsum er að sú grænlenska hefur appelsínugulan gogg og er öll ívið dekkri að lit, en sú rússneska hefur bleikan gogg og er ljósgrárri að lit.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem austrænar blesgæsir hafa komið til Austurlands.  Stakur fugl hafði vetursetu við Egilsstaði 1996 ásamt heiðagæs.  Síðan hafa fuglar sést á fartíma gæsa, einkum að vori í nokkur skipti á Héraði (sjö fuglar 2005, einn 2007 og 2009).  Frá 1981 til 2009 hafa a.m.k. 19 austrænar blesgæsir sést á Íslandi (sjá https://notendur.hi.is/yannk/status_ansalb.html og tölvubréf frá Gunnlaugi Péturssyni).  Þær setja því komumet með þessari heimsókn þar sem næstum jafn margar og sést hafa hingað til sjást nú á einum og sama staðnum.


     

 

Tags: farfugl, farfuglar, fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir