Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Undarlega hyrndur tarfur – kannast nokkur við kauða?

Undarlega hyrndur tarfur Þann 29. september voru um 100 hreindýr um 800 m beint vestur af veginum niður að aðkomugöngum 2 á Fljótsdalsheiði. Greinilegt var að einn fullorðnu tarfanna taldi sig ráða þar ríkjum en hinir snigluðust í kring. Einn þeirra bar undarleg horn en ekki sást greinilega hvort vinstra hornið hafði brotnað eður ei. Hér með fylgja nokkrar myndir af þessum tudda og ef leiðsögumenn og veiðimenn kannast við kauða þá eru þeir hvattir til að senda inn upplýsingar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) um hvar og hvenær þeir þá sáu hann á veiðitíma.

Lesa meira

Hreindýraveiðum lokið

HreindýrSamkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar náðist ekki að veiða allan útgefinn hreindýrakvóta ársins en veiðitímabilinu lauk 20.september síðastliðinn.
Útgefin voru 1009 leyfi til að veiða 421 hreintarf og 588 hreinkýr. Alls náðust 996 dýr af útgefnum kvóta. Tarfaveiðinni lauk 15 september en veiða má kýr fimm dögum lengur.

Lesa meira

Vísindavaka 2012

HreindýrNáttúrustofa Austurlands verður áVísindavöku

 "Hvað segja horn og tennur okkur um aldur hreindýra "

 

 

 

 

Ógæfusamt hreindýr

Ógæfusamt hreindýr- eru þau þjökuð af kalkskorti?
Oft hefur sést til hreindýra naga gömul horn og horn sem legið hafa í einhvern tíma eru yfirleitt meira og minna nöguð. Kristrún Pálsdóttir felldi hreinkú fyrir stuttu sem reyndist vera afar rýr. Þegar litið var upp í skepnuna sást ástæða þess. Upp í henni sat fastur bútur af hreindýrshorni sem hindraði það að hún gæti bitið. Má því segja að kýrin hafi verið heppnari en Kristrún því hennar beið ekkert annað en að veslast upp af hungri.

Lesa meira

Fjölmenni á atvinnulífssýningu

Jón Ágúst JónssonAtvinnulífssýningin „Okkar samfélag“ var haldin í Egilsstaðaskóla dagana 18. og 19. ágúst s.l.  Þar gafst gestum tækifæri á að kynna sér fjölbreytta starfsemi 80 fyrirtækja og stofnana á Fljótsdalshéraði. Áætlað er að um 3.000 gestir hafi mætt á sýninguna sem heppnaðist vel í alla staði. Á meðfylgjandi myndum má sjá kynningarbás Náttúrustofunnar á atvinnulífssýningunni og með því að smella hér má sjá fleiri myndir

Rán Þórarinsdóttir

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir