Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fréttir af hreindýri

Hreindýr á tindi KetilaugarfjallsNáttúrustofunni barst eftirfarandi tölvupóstur frá Sigurði Ragnarssyni á Akurnesi í Nesjum 18. apríl 2013:

“Mér datt því í hug að senda þér myndir af hreindýri sem ég rakst á á Tindi Ketillaugarfjalls í um 600 m hæð, um klukkan 20:00 í gær. Þetta er mjög sérstakt og ég hef aldrei rekist á neitt dýr á þessum tindi nema fugla (og alls ekki í apríl). Hreindýrið stendur á eystri hluta tindsins, sem er klofinn frá þeim vestari með klettaskorum. Töluvert klettaklöngur er að komast upp á eystri tindinn og spurning hvort að dýrið hafi lent þarna upp þegar fannir voru yfir mestu klettahöftunum, og síðan ekki komist til baka. En mér finnst líklegt að það sé í hálfgerðri sjálfheldu þarna. Þegar dýrið varð vart við mig fór það í skjól sunnan í tindinn og stóð þar ofan við klettana eins og sést á myndunum”

 

 

Sigurður fékk eftirfarandi svar frá Náttúrustofu Austurlands:

„Þarna er á ferðinni veturgamall tarfur sem hefur séð eitthvað girnilegt, líklega fléttur þarna á klettinum - ef raki leikur um kletta þá eru þeir oft hvítir/gulir af fléttum eins og t.d. maríugrösum. Hann hefur lagt töluvert á sig til að komast þangað þarna sem bendir til þess að hann sé í góðu formi - hef áður frétt af dýrum upp á fjallatoppum að vetri og fetað í fótspor þeirra í kringum Snæfell - man eftir hópi sem trítlaði yfir toppinn á Hafursfelli og hafði þar bitið ofan af öllum fjallapuntum sem þar uxu. Senditækjakusan Gríma dvaldi í viku í júníbyrjun 2009 í 1000-1200 metra hæð í Þjófadölum á bak við Snæfell.“

Sigurður veitti Náttúrustofunni góðfúslegt leyfi sitt til að nota myndir hans með fréttinni.

Hreindýr á tindi Ketilaugarfjalls Gríma í júní 2009Þjófadalir - rauði krossinn sýnir hvar senditækjakýrin hélt sig í byrjun júní.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir