Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Mandarínönd heimsækir Borgarfjörð eystri

Þann 10. maí heiMandarínöndmsótti náttúrustofan mandarínönd á Borgarfirði eystri. Skúli Sveinsson lét vita af henni en hún hélt sig í og við fjöruna í og við Bræðsluna. Þetta er skrautlegur steggur að öllum líkindum ættaður úr andagarði á Bretlandseyjum eins og t.d. svartsvanirnir sem hafa heimsótt okkur í vor en einn leit við á Borgarfirði um daginn.

Á https://notendur.hi.is//~yannk/status_aixgal.html má finna upplýsingar um heimsóknir mandarínanda til 2006. Þar sést að sú fyrsta sást 1988 og koma þær eingöngu á vorin og sjást fram í miðjan júní. Á síðunni er einn fugl sýndur á Seyðisfirði en tveir á Egilsstöðum, þar voru á ferðinni tveir innilegir steggir í maí 2006.

 

 

Í fyrra sást síðan par við Eiríksstaðakirkju á Jökuldal í maí en því miður stoppuðu þær stutt við.

Mandarínendur voru fluttar til Bretlandseyja frá Kína og hafðar í andagörðum. Einhverjar sluppu fljótlega svo nú verpa þar um 2300 pör.

Ameríska frænka mandarínandarinnar er brúðönd en hún er afar sjaldgæfur flækingur hér. Nafnið hefur líka verið notað um mandarínöndina en útskornar endur eru oft gefnar í Asíu sem brúðargjöf. Útskurðarmeistari er valinn búinn fimm kostum; ríkur, heilsuhraustur, á góða eiginkonu, hefur ekki skilið né á ættingja sem hafa skilið og að lokum á marga syni. Því er trúað að þessir kostir færist yfir á útskornu fuglana og heimfærist á brúðarhjónin.

Þegar þetta er ritað 18. maí berast fréttir af tveimur mandarínsteggjum í Eyjafirði.

MandarínöndMandarínöndMandarínöndMandarínöndMandarínöndMandarínönd

Tags: fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir