Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Flotmeisa í Neskaupstað

FlotmeisaJón Guðmundsson hafði samband við náttúrustofuna og sagði frá flotmeisu í garði sínum að Mýrargötu 1 og sendi með myndir máli sínu til stuðnings:

“Þessi skemmtilegi fugl er búinn að vera nokkra daga við heimili mitt og náði ég fyrst myndum af honum í gær. Var fyrst var við hann einn morgun um sex leitið að mér fannst eitthvað stórt vera á hreyfingu við gluggann minn sem var opinn svo ég fór að fylgjast með og sá þennan fugl. Hann labbaði upp steníklæðninguna innan á glugganum og hékk á hvolfi í kverkinni og þegar ég ætlaði að fara og ná í myndavél þá flaug hann. Síðan var hann að sniglast í trjám og moldarbörðum í kring um húsið.”

 

 

Eins og kom fram í frétt náttúrustofunnar fyrr í vetur hafa tvær flotmeisur haldið til á Egilsstöðum. Sjá frétt um flotmeisur á Egilsstöðum

Þar sem flotmeisur eru staðfuglar og því afar sjaldgæfir flækingar á Íslandi eru það mikil tíðindi þegar þær sjást. Þó er þekkt að þær fari að heiman ef vetur eru harðir og lítið um fæðu. Því miður eru fáir varpstaðir fyrir þær á Íslandi en þær verpa oft í hol tré.

Réttast væri að prófa að setja upp hreiðurkassa fyrir þær á Egilsstöðum en þeir þurfa að vera af réttri stærð og þá helst opið sem má ekki vera mikið stærra en um 30 mm í þvermál.

Flotmeisa 

Tags: fuglar, flækingar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir