Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Er flóastelkur (Tringa glareola) varpfugl á Fljótsdalshéraði?

 Flóastelkur  Tringa glareolaÞröstur Eysteinsson skógræktarstjóri rakst fyrir stuttu á torkennilegan vaðfugl. Af myndum sem Þröstur tók var ljóst að þar var á ferðinni flóastelkur. Náttúrustofa Austurlands heimsótti fuglinn og fylgja hér með myndir frá heimsókninni. Aðeins sást einn fugl en hann hélt sig á afmörkuðu svæði og tísti mikið eins og að hann ætti unga í mýrinni.
Flóastelkur sást í fyrsta sinn á Íslandi 1959 í Mývatnssveit1. Næstu tvo áratugina grunaði menn að hann verpti þar annars slagið en ekki tókst að sanna það fyrr en 1981 er ungar sáust með flóastelkspari við norðanvert Mývatn2.
Sumarið 2009 rákust starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands svo á par með 4 unga í Mývatnssveit3.
Sumarið 1980 sáu Páll Leifsson og Skarphéðinn G. Þórisson flóastelk við Ferjukíl á Egilsstaðanesi og á svipuðum slóðum árið eftir4.  Kristján Svavarsson birti myndir af torkennilegum vaðfugli á feisbókinni sumarið 2013 og reyndist þar vera flóastelkur. Fuglinn sem nú sást var um 800 m frá þeim stað sem fuglinn sást á 2013.
Fuglinn sem starfsmenn Náttúrustofu Austurlands heimsóttu fyrir nokkrum dögum hagaði sér eins og hann ætti unga en varp verður ekki staðfest fyrr en hreiður eða ungar finnast.
Niðurstaða okkar er að telja verður líklegt að flóastelkur sé sjaldgæfur varpfugl á Fljótsdalshéraði eins og í Mývatnssveit.

 ________________________________

  1)Arnþór Garðarsson (1969). Er flóastelkur (Tringa glareola) varpfugl á Íslandi? Náttúrufræðingurinn 39 (1):10-15.
  2)Galbraith, C.A. og Thomson, P.S. (1981). Flóastelkur (Tringa glareola) varpfugla á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 51(4):164-168.
  3)http://nna.is/2009/07/23/1929/
  4)Skarphéðinn Þórisson (1990). Fuglalíf við Egilsstaðaflugvöll. Bliki 9:29-40

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir