Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hreindýri smalað á Austurafrétti sunnan Dettifoss

A reindeer wispher (2)Daði Lange Friðriksson hafði samband við Náttúrustofu Austurlands og sagði frá hreindýri sem fylgdi ánum er menn voru að smala þann 2. september síðast liðinn í Austurfjöllum suður af Dettifossi. Frétt um það birtist síðan í Morgunblaðinu; http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/06/hreindyr_birtist_ovaent_med_fenu/
Í 65.-66. hefti tímaritsins Glettings sem helgaður var 20 ára afmæli Náttúrustofu Austurlands er grein um hreindýr sem leitað hafa út fyrir hefðbundið útbreiðslusvæði á Austurlandi síðustu 100 árin. Þar er m.a. sagt frá kálfi sem sást í Hólmatungum í fyrrahaust. Hugsanlega er hér um sama dýrið að ræða.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Dvergvængsfjöðrum safnað

2007 01 01 13.25.42Þann 24. ágúst s.l. var farið um Eyjabakkasvæðið til skoðunar á aldurshlutfalli geldra heiðagæsa í sárum. Þar fella nokkur þúsund fuglar fjaðrir árlega. Dvergvængsfjöðrum var safnað sem gæsin fellir um leið og flugfjaðrirnar og þekkjast þær á ársgömlum gæsum á lit og lögun. Þetta er liður Náttúrustofu Austurlands í vöktun á heiðagæsum í tengslum við Kárahnjúkavirkjun.

Fíflalús á Austurlandi

FíflalúsBorið hefur á því síðan 2014 að íbúar hafi haft samband við starfsfólk Náttúrustofu Austurlands og óskað eftir greiningu á pöddum sem skríða í fylkingum upp hús eða skjólveggi.  Þær hafa líka verið áberandi inni í fíflum.  Okkur hafa borist eintök frá  Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Egilsstöðum og Neskaupstað. Pöddurnar hafa verið greindar sem fíflalús sem er nýlegur landnemi hér á landi.  Til að fá staðfestingu á að þessi nýi landnemani hafi nú dreift sér til Austurlands þarf Náttúrufræðistofnun Íslands að fá eintökin og sérfræðingur þar að staðfesta að um fíflalús sé að ræða.      
Fíflalúsin er með stærstu blaðlúsum, dökk á lit og meira áberandi síðsumars, hún skríður þá jafnvel af gróðri og upp húsveggi. Hún er hvimleiður gestur en ekki hættulegur.   Þegar reynt er að sópa eða þurrka lýsnar burt springa þær og skilja eftir sig rauða klessu sem líkist blóði en svo er þó ekki.
Nánar má lesa um fíflalúsina á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Sumarstarfsmaðurinn floginn á braut

IMG 1731. dagnyÞað er við hæfi að bjóða sumarstarfsmann Náttúrustofunnar, Dagnýju Ástu Rúnarsdóttur velkomna til starfa þegar hún hefur nú lokið sínum síðasta starfsdegi. Dagný Ásta sem  útskrifaðist í vor með B.Sc gráðu í líffræði hefur í sumar sinnt hinum ýmsu stöfum, en hún hefur einnig unnið nokkur undanfarin sumur í hlutastarfi. Í sumar hafði hún m.a. umsjón með Náttúrufræðiskóla Náttúrstofunnar í Neskaupstað, þá vann hún við að greina smádýr úr vötnum í víðsjá, safna ýmiss konar gróðursýnum í Reyðarfirði og í gagnagrunni um mófuglavöktun svo eitthvað sé eitt sé nefnt. Dagný Ásta heldur nú aftur til Reykjavíkur til meistaranáms í líffræði.   Við þökkum henni samveruna og vel unnin störf.  Á meðfylgjandi mynd er Dagný Ásta að svara spurningum áhugasamra krakka í Náttúrufræðiskóla.

Síðasta náttúrufræðinámskeið sumarsins.

IMG 1913Vegna góðrar þátttöku og mikils áhuga á Náttúrufræðinámskeiði sem fór fram í júlí var ákveðið að halda annað námskeið. Það fór fram dagana 8. - 12. ágúst og var haldið á vegum Náttúrustofu Austurlands fyrir börn á aldrinum 8-10 ára, líkt og fyrra námskeið. Námskeiðið var styrkt af samfélagssjóði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Alcoa Fjarðarál. Námskeiðið var fullt og tóku 10 hressir krakkar þátt. Það var með eindæmum vel heppnað en krakkarnir skoðuðu með leiðbeinendum sínum ýmiskonar lífverur í mismunandi vistkerfum. Spurningum og fróðleik af ýmsu tagi var velt upp, til að mynda um  tegundasamsetningu vistkerfa, búsvæða- og fæðuval lífvera og lífeðlisfræði þeirra. Plöntur voru skoðaðar, greindar og pressaðar, settar voru upp jarðvegsgildrur og smádýrin sem veiddust skoðuð. Einnig var gengið út í urðir í sól og blíðu og helstu fuglategundir skráðar. Þá var gengið upp að Hólatjörnum í góðu veðri þar sem vaðið var út í tjarnir og lífríki ferskvatns var kannað. Í lok hvers dags voru skráðir í feltbók helstu atburðir dagsins og tegundir sem fundust. Fimmtudeginum var varið inni inn í skólastofu Verkmenntaskóla Austurlands, m.a. vegna veðurs. Þar voru sýnin sem söfnuðust fyrripart  viku skoðuð í víðsjá og tegundir greindar, ýmiss konar skemmtilegir fiskar, sem veiddir höfðu verið á Bjarti NK, skoðaðir og sumir krufðir. Sömuleiðis var hið stórskemmtilega Fuglabingó brúkað til hins ýtrasta. Seinasta degi námskeiðsins var eytt í fjörunni, þar sem lífríki fjörubúa var kannað, marflær veiddar og doppur skoðaðar. Í lok dags voru pressaðar plöntur settar í möppur á vísindalegan hátt og rifjað upp það helsta sem við höfðum séð í vikunni. Við námskeiðslok fengu allir viðurkenningarskjöl til votts um dugnað og áhugasemi á námskeiðinu.
Starfsmenn Náttúrustofunnar þakkar sérlegum aðstoðarmanni sínum Önnu Karen kærlega fyrir hjálpina og krökkunum fyrir ánægjulegar stundir. Við skemmtu okkur vel enda var hópurinn samansettur af hressum og skemmtilegum krökkum sem sýndu náttúrunni áhuga.

Rannsóknarferð á Fljótsdalsheiði

Rannsóknarferð á FljótsdalsheiðiSeinni partinn í júlí fóru fjórir starfsmenn Náttúrustofu Austurlands í rannsóknarferð á Fljótsdalsheiði.
Farið var í sams konar ferð árið 2008 og var tilgangurinn í ár að skoða mögulegar breytingar á gróðursamsetningu og gróðurþekju frá árinu 2008 t.d. vegna hreindýrabeitar og Hálslóns. Veðrið lék við starfsmenn allan tímann eins og sjá má á þessum myndum þrátt fyrir að veðurspá gerði ítrekað ráð fyrir mikilli rigningu. (Það var kannski þoka í einn dag en það eru allir löngu búnir að gleyma þeim degi svo við getum ekki verið viss.)

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir