Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Flundran komin í Norðfjarðará til að vera

2017 Flundra Á liðnu sumri hafa veiðimenn og aðrir áhugamenn um lífið í Norðfjarðará tekið eftir flatfiskum af og til í ánni og Leirunni. Óttuðust menn að þar væri komin flundra (Platichthys flesus) sem er nýlegur landnemi við Ísland og skilgreind sem framandi tegund. Fyrsti staðfesti fundur flundru var í Ölfusá árið 1999. Tegundin hefur síðan breiðst hratt út og hefur veiðst í sjó og árósum, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Fram til þessa er vitað til að hún hafi veiðst allt frá sunnanverðum Austfjörðum og suður um til Fljótavíkur á Tröllaskaga. Í byrjun september náðust 8 flatfiskar við útfallið úr Leirunni í Neskaupstað og voru þeir sendir til Hafrannsóknastofnunar á Selfossi til greiningar. Staðfest var að fiskarnir væru flundra og að líklega er þetta fyrsti staðfesti fundur hennar í Norðfjarðará og nyrsti fundarstaðurinn á Austfjörðum. Við frekari athuganir á fiskunum kom í ljós að allt voru þetta hrygnur og sex þeirra voru kynþroska og í mögum þeirra fundust fyrst og fremst marflær. Í umsögn Hafrannsóknastofnunar segir um fiskana: „Þó svo að holdafar flundranna úr Norðfjarðará hafi verið í tæpu meðallagi er ekki annað að sjá en skilyrði hafi verið góð fyrir þær í árósnum. Flundrurnar voru stórar og virðast hafa vaxið vel sem ungviði. Þó svo að meirihluti fiskanna hafi verið með tóman maga þarf það ekki að þýða að þær hafi liðið nokkurn fæðuskort. Margt er enn á huldu er varðar lífsferil og útbreiðslu flundrunnar á Íslandi og ýmsir þættir er varða samkeppni við aðrar fisktegundir lítið þekktir. Vitað er að flundran er í samkeppni við laxfiska sem nýta árósa til fæðunáms og þá sérstaklega við bleikju og urriða. Þó svo að tegundin hafi ýmis einkenni ágengra tegunda (hröð útbreiðsla og hröð fjölgun í fyrstu) þá er engin þekkt leið til að sporna við útbreiðslu hennar. Líklegt er að flundran sé komin til að vera í Norðfirði og þess vegna best að líta á hana sem hluta af vistkerfi fjarðarins“.
Myndin af flundrunni er af gömlu heimasíðu Veiðimálastofnunar.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir