Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Grátrönur koma upp ungum

Grátrönupar með ungaGrátrönur (Grus grus) hafa lengið verið flækingsfuglar á Íslandi og áttu fæstir von á að þær tækju upp á því að verpa hérlendis í bráð. Engu að síður hafa þær orpið á Austurlandi í nokkur ár og hefur Náttúrustofan áður flutt fréttir af því.
Síðastliðið vor mættu þær austur á land en lítið fór fyrir þeim þrátt fyrir stærðina og er lítið vitað hvað þær aðhöfðust um sumarið annað en það að um haustið birtust þær með afraksturinn, tvo fleyga unga tilbúnar til farflugs.
Þessir tignarlegu fuglar eru kærkomin viðbót við það sem fyrir er og mögulega getur myndast hér lítill varpstofn sem áhugavert verður að fylgjast með í framtíðinni. Og þá er bara að bíða og vona að þær skili sér til baka að ári.

Meðfylgjandi myndir tók Halldór Walter Stefánsson af grátrönupari með tvo unga 18. september 2018.

Grátrönupar með unga

 

Tags: flækingar, fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir