Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Blómadagurinn 2020

20130616 103643Blómadagurinn, gönguferð með blómaskoðun.

Mæting kl 16:00 á bílastæðinu við fólkvanginn ( Norðfjarðarvita )
Gengið verður um fólkvang Neskaupstaðar plöntur og gróður skoðaður.

Kostar ekkert og góð samverustund fyrir alla fjölskylduna.

Leiðsögn: Guðrún Óskarsdóttir.

Náttúruvernd og efling byggða

C9 frettamyndNáttúrustofa Austurlands tekur þátt í verkefninu náttúruvernd og efling byggða (liður C.9 í aðgerðaáætlun byggðaáætlunar 2018-2024). Fyrsta áfangaskýrsla, um val og lýsingu á svæðum fyrir verkefnið á Austurlandi, er komin út. Verkefnið miðar að því að greina tækifæri og ávinning í héraði af nýtingu náttúruverndarsvæða, til dæmis með náttúrutengdri ferðaþjónustu. Næsta áfangaskýrsla mun fjalla um þau tækifæri og möguleg áhrif friðlýstra svæða á tekjur og atvinnu í nánasta umhverfi þeirra verða könnuð. Við hvetjum fólk til að skoða fyrstu áfangaskýrsluna og koma með athugasemdir og ábendingar.

Náttúrufræðinámskeiði lokið á Eskifirði

2020 hopurinn allur natturunamskeid ESK

Dagana 22-26. júní 2020 var haldið náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri á Eskifirði í tengslum við Gönguvikuna í Fjarðarbyggð. Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa haldið utan um námskeiðið undanfarin ár og starfsfólk Náttúrustofunnar leiðbeinandi á námskeiðinu. Að þessu sinni tóku 11 galvaskir krakkar á aldrinum 8-12 ára þátt. Fuglar voru skoðaðir á ferð og tekin út hæð stígvélabrúnar við vað á eftir hornsílum í lækjum eða fjörudýrum og sprettfiskum í fjörum. Uppáhalds blómplöntur voru valdar og pressaðar og myrkfælnin mæld í Helgustaðarnámu. Krakkarnir báru mikla virðingu fyrir friðunarákvæðum á silfurberginu og er þetta líklega í fyrsta sinn sem ekki þurfti að tæma úr vösum ástríkra og kappsamra silfurbergssafnara. Einstaklingar eru aldrei betri vísindarmenn heldur en á þessum aldri og var mikið fjör og orka í þessum hóp. Náttúrustofa Austurlands þakkar þáttökuna.

Eyrnamerking hreinkálfa

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. Þennan kálfa "kvígu" merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.Auk þess að kortleggja burðarsvæði Snæfellshjarðar hefur Náttúrustofa Austurlands komið að eyrnamerkingum og utanumhald merkinga á hreinkálfum. Frá 1980 hefur stofan haldið utan um merkingar á 136 kálfum og einstaka dýri sem losað var úr sjálfheldu. Til að slíkar merkingar geti gefið upplýsingar um ferðir og svæðisnotkun hreindýra þurfa dýrin að sjást sem oftast aftur og tilkynningar um það þurfa að berast Náttúrustofu Austurlands. Fyrstu árin bárust ekki margar tilkynningar um merktu dýrin (endurheimtur) en smám saman varð almenningur duglegri að tilkynna um merkt dýr auk þess sem aðgengi og umferð um landið hefur aukist. Þótt fá dýr hafi verið merkt með þessum hætti eftir 2004 (64 dýr) hafa endurheimtur verið 72% og gefið mikilvægar upplýsingar um farleiðir, flakk dýra milli veiðisvæða og almenna svæðisnotkun þeirra.

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. Þessa tvo kálfa merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. þennan kálf " tarf" merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.

 

Kortlagning NA á burðarsvæðum Snæfellshjarðar 2020

Hreinkýr, vetrungar og sprækir kálfar 22.maí 2020 við Djúpavatn í MiðfjarðarheiðiBurðartími hreindýra er að renna sitt skeið á enda þetta árið. Árleg burðarkortlagning Snæfellshjarðar lauk  sunnudaginn 24.maí síðastliðinn, með flugi yfir Brúaröræfi og Jökuldalsheiði. Frá 2005 hefur  Náttúrustofa Austurlands kortlagt burðarsvæði Snæfellshjarðar til að fá mynd af þeim og framgangi burðar í ólíkum árum. Svæðin eru kortlögð úr flugvél með því að staðsetja og mynda alla séða kúahópa á Snæfellsöræfum, Jökuldalsheiði, Fljótsdalsheiði og á heiðum norðvestan Vopnafjarðar. Í ár voru flognir um 2251km. Flugið tók um 15 klst og staðsettir voru um 76 hópar með frá einu og upp í um 50 fullorðnu dýri auk kálfa í hverjum hóp. Dreifing kúa á burðartíma fer að einhverju leiti eftir snjóalögum. Í snjóþyngri árum eins og nú virðast kýr dreifðar um stærra svæði og bera frekar á svæðum sem liggja lægra yfir sjó.



 

Fugladagurinn kaldur í ár

101 3817   hreidurÁrlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var haldinn að morgni 9.maí 2020 á Norðfirði og Reyðarfirði.
Þessi árlegi viðburður er notaleg samverustund fólks á öllum aldri sem á það sameiginlegt að hafa gaman af því að fylgjast með fuglalífi í sínu nánasta umhverfi eða bara koma saman. Stundin er alltaf góð þó veðrið sé misjafnt og í ár var fremur kalt, hiti undir frostmarki flestir voru þó vel klæddir og létu veðrið ekki stoppa sig. Á Covid-19 tímum var ekki boðið upp á sameiginlega notkun á fuglaskópi á vegum Náttúrustofunnar en flestir þátttakendur mættu með eigin sjónauka.

 
Á Norðfirði mættu 19 manns. Alls sáust 30 tegundir fugla en þær voru:
Grágæs, rauðhöfðaönd, stokkönd, æður, hávella, straumönd, toppönd, tjaldur, heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, hrossagaukur, spói, stelkur, tildra, hettumáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, svartbakur, kría, skógarþröstur, þúfutittilingur, maríuerla, hrafn, bjargdúfa, dílaskarfur, fýll, steindepill og síðast en ekki síst langvía.
Starfsmaður Náttúrustofu handsamaði mjög veikburða langvíu í fjörunni og fengu gestir að hlýða á heilmikinn fróðleik um langvíur og fannst börnunum sérstaklega gaman að komast í svo mikið návígi við fuglinn. Ástand langvíunnar var með því móti að þegar viðburði lauk var talið nauðsynlegt og mannúðlegast að aflífa hana með skjótum hætti og var hún svo krufin. Við nánari skoðun kom í ljós að fuglinn var kvenfugl og ungi frá 2019. Ekki er hægt að segja til um hvað nákvæmlega amaði að henni en fuglinn var mjög horaður, stór sár voru á báðum vængjum og merki voru um bólgur í innyflum.

Leiruskoðunin á Reyðarfirði byrjaði vel en lauk með verulegri snjókomu svo elstu menn mundu ekki eftir öðru eins, sem setti örugglega mark sitt á fjölda tegunda sem sást. Samantektin er eftirfarandi:
Átta manns mættu og fylgdust með fuglalífi milli kl. 10 og 12 og sáu alls 25 tegundir:
Hrafn, heiðlóa, hettumáfur, skúfönd, skógarþröstur, þúfutittlingur, hrossagaukur, grágæs, urtönd, rauðhöfðaönd, lóuþræll, stokkönd, kría, stelkur, sandlóa, æðarfugl, bjargdúfa, hávella, dílaskarfur, tildra, sendlingur, silfurmáfur, svartbakur, margæs og steindepill.

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir