Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vel lukkaðri TARANDUS vinnustofu í umsjón NA lokið

TARANDUS

Þann 26. apríl hélt Náttúrustofa Austurlands í samstarfi við National Veterinary Institute TARANDUS vinnustofu á netinu. Þetta var önnur vinnustofa TARANDUS tengslanetsins og fyrsta vinnustofan sem haldin var á netformi eingöngu.
TARANDUS er tengslanet fræðimanna frá Finnlandi Noregi, Svíþjóð og Íslandi sem koma að rannsóknum og vöktun á hreindýrum. Tengslanetið tekur á heilbrigði og velferð hreindýra í tengslum við veðurfarsbreytingar. Fyrsta vinnustofan var haldin í Kiruna í norður Svíþjóð í nóvember 2021 þar sem rætt var um ýmsa sjúkdómsvalda í hreindýrum, fóðrun hálfvilltra dýra og árekstra milli hefðbundinna slátrunaraðferða hreindýra og nýrra siðferðiviðmiða.
Netvinnustofan nú í apríl lagði áherslu á heilbrigði og velferð villta hreindýrastofna. Aðallega var talað um stöðu þeirra og ógnir er steðja að þeim en einnig var minnst á helstu niðurstöður athugunar á sníkjudýrum og vírusum í íslenskum hreindýrum sem leitað var að í samstarfi við hreindýraleiðsögumenn haustin 2017 - 2019. Einnig var fjallað um hvort staða íslensku hreindýranna sem innflutts stofns fylgi siðferðileg sérstaða.
Stefnt er að því að næsta ráðstefna sé haldinn í Finnlandi í september 2022.

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir