Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Niðurstöður rannsókna kynntar

LV fundurwebNáttúrustofa Austurlands hefur unnið að rannsóknum á hreindýrum á Snæfellsöræfum í tengslum við framkvæmdir og rekstur Kárahnjúkavirkjunar sl. áratug. Helstu niðurstöður þeirra rannsókna voru kynntar á opnum kynningarfundi í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 4. mars sl.

Skarphéðinn Þórisson fjallað m.a. um stöðu Snæfellshjarðar og samhengið við hreindýrastofninni í heild sinni, auk þess sýndi hann niðurstöður rannsókna á átta hreinkúm sem gengu með GPS tæki á árunum 2009-2011.

Rán Þórarinsdóttir fjallaði um burðarsvæði Snæfellshjarðar á árunum 2005-2013 og hvort og þá hvernig greina hefði mátt áhrif framkvæmda á dreifingu og fjölda burðarkúa á svæðinu.

Upptöku frá fundinum má nálgast hér

 

Samnorrænt verkefni um smitsjúkdóma

Náttúrustofan tekur nú þátt í stóru norrænu verkefni um smitsjúkdóma og heilbrigði hreindýra á norðurslóðum, einkum í ljósi hnatthlýnunar. Arctic University of Norway leiðir verkefnið en auk þeirra taka Norwegian Veterinary Institute, Norwegian Institute of Nature Research og Northern Research Institute þátt í því. Það tengist líka verkefni (Climate-change effects on the epidemiology of infectious diseases and the impacts on Northern Societies ) við Umeå University.

Morten Tryland leiðir vinnuna hér á landi sem einungis er möguleg í góðu samstarfi við leiðsögumenn með hreindýraveiðum. Þau munu kynna verkefnið og helstu smitsjúkdóma fyrir stjórn leiðsögumanna með hreindýraveiðum og fleirum áður en þau hverfa suður á bóginn. Ráðgert er að endurtaka leikinn að hausti.

Sandvíkurferð

Hópurinn sem fór í SandvíkÞann 20.-21. maí sl. fór hópur fólks á vegum Náttúrustofu Austurlands í Sandvík. Tilgangur ferðarinnar var að telja fjölda hreindýra og kanna hversu margar kýr voru bornar. Vonir stóðu til að jafnframt yrði unnt að merkja einhverja hreindýrakálfa svo fylgjast megi með ferðum þeirra í framtíðinni.

Í Sandvík sáust alls 30 hreindýr, 22 fullorðin dýr og 8 kálfar. Þrír kálfar voru merktir. Eftir dvölina í víkinni var gengið yfir í Viðfjörð og þar sáust 36 hreindýr. Með í för að þessu sinni voru Sævar Guðjónsson, Anton Berg Sævarsson, Jón Á. Jónsson, Elín Guðmundsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Sigurður Daði Friðriksson, Snorri Styrkársson og Pétur Sörensen. Grétar Örn Sigfinnsson og Páll Freysteinsson skutluðu hópnum í Sandvík á bátnum Mími.

Senditækjakýrin Hengla

Hengla upphaf til 20.april.2015 Þann 18. janúar náðist hreinkýr við Henglavík í Hamarsfirði og fékk hálskraga með staðsetningartæki. Fyrir leiðangrinum fór Skúli Benediktsson. Að sjálfsögðu var hún skýrð Hengla. Til stóð að ná tveimur kúm til viðbótar í Geithella- og  Hofsdal en það mun bíða næsta vetrar.

Heimamenn hafa sýnt kúnni og ferðum hennar mikinn áhuga og birtast vikulega upplýsingar um hana á djupivogur.is.

Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga um landnotkun og ferðir dýra í Djúpavogi og einkum og sér í lagi hvort einstaklingar í Álftafjarðarhjörð heimsæki Snæfellshjörðina.

 

Skilgreindum hættusvæðum vegna hreindýra við vegi hefur nú verið breytt.

Hér má sjá merkt hættusvæði í Mars. 2011Dýrum hefur fækkað mikið við Háreksstaðaleið og Reyðarfjarðarhjörðin hefur lítið gengið á Fagradalnum undanfarnar vikur. Eins og athuganir Náttúrustofunnar sýna er svipuð hætta fyrir hendi allt fram í maí þó að með hækkandi sól ætti frekar að draga úr henni.  Því er ekki talin ástæða til að skilgreina þau sem sérstök hættusvæði. Hætta er enn viðvarandi í Lóni.
Auk þess hefur fjöldi dýra verið við veginn á Mýrum og þær nú skilgreindar sem hættusvæði.

 

 

 

Eftir sem áður er mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin
geta þvælst víðar um vegi Austurlands.

 

Skýrslur 2017

Skýrslur 2017

175. Rannsóknir á lífríki Seyðisfjarðar - Botndýr, mælingar á seti, fuglar og þörungar í fjöru
174. Rannsóknir á lífríki Stöðvarfjarðar - Botndýr, mælingar á seti, fuglar og þörungar í fjöru
173. Þeistareykjavegur - Mat á uppgræðslu vegfláa með gróðurtorfum. Skýrsla unnin af Náttúrustofu Austurlands og
         Náttúrustofu Norðausturlands fyrir Landsvirkjun
172. Rannsóknir á lífríki í botni Eskifjarðar - Fuglar, botndýr í sjó og leiru og seiði í ám
171. Botndýr við Eyri í Reyðarfirði. Skýrsla unnin af Alta, Náttúrustofu Austurlands og RORUM fyrir Fjarðabyggð
170. Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði. Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016
169. Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2016
168. Alcoa Fjarðaál Umhverfisvöktun 2016. Skýrsla unnin af Náttúrustofu Austurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands
         fyrir Alcoa Fjarðaál. Viðaukar.
167. Vöktun Náttúrustofu Austurlands 2016 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2017
166. Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2016.
165. Rannsóknir á lífríki Viðfjarðar - Fuglar, botndýr og seiði í ám.
164. Rannsóknir á lífríki Hellisfjarðar - Fuglar, botndýr og seiði í ám.

Veiðikvóti 2010

hreindýrLeyft verður að veiða 1.272 hreindýr í haust samkvæmt skilavef veiðikorta hjá Umhverfisstofnun. Ekki verður leyft að fella hreindýrskálfa á næsta veiðitímabili og er það breyting frá fyrri árum. Í fyrra voru gefin út 1.333 veiðileyfi á hreindýr.

Nánar má sjá upplýsingar á vefnum hreindyr.is

Vöktun ársins 2015 og veiðikvóti ársins 2016

Veiðisvæði 2016Hreindýraveiðar hefjast á morgun 15. júlí, en þá má byrja að veiða tarfa. Veiðar á kúm hefjast svo 1. ágúst n.k., og eru veiðitímabilin þau sömu og í fyrra. Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað að kvóti þessa árs skyldi vera samhljóma tillögum Náttúrustofu Austurlands, þ.e 1300 dýr þ.a. 848 kýr og 452 tarfar. Dregið verður úr tarfaveiði um þriðjung frá árinu 2015. Hlutfallslega mest verður dregið úr veiðum á veiðisvæðum 9 (um 40%) og 7 (21%). Aftur á móti verður veiði aukinn (20%) á veiðisvæði 4. Ekki eru lagðar til breytingar á ágangssvæðum fyrir veiðitímabilið 2016 en lagt er til að mörk þeirra verði endurskoðuð á næstu misserum.
Í skýrslu Náttúrustofunnar sem liggur til grundvallar tillögum um veiðikvóta ársins 2016  kemur fram að um 91% af kvótanum náðist 2015. Það er vel viðunandi árangur en veiðiálag var mikið á veiðisvæðum 6 og 7 þar sem þurfti að fækka dýrum nokkuð. Samkvæmt upplýsingum  úr veiðiskýrslum leiðsögumanna 2015 var meðalfallþungi eftir haustveiðitímabilið 43 kg hjá 3-5 vetra kúm en87 kg hjá 3-5 vetra törfum. Fallþungi var meiri á veiðisvæðum 1, 3, 4 og 5 heldur en á 2, 6 og 7. Upplýsingar um bakfitu gáfu til kynna svipaðan mun milli veiðisvæða. Ekki bárust nægar upplýsingar um fallþunga og bakfitu fyrir dýr á veiðisvæðum 8 og 9.
Hægt er að lesa skýrslu Náttúrustofunnar um vöktun ársins 2015 og tillögur að kvóta ársins 2016 hér.

Hreindýr

 

  • 1
  • 2

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir