Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Oddalús, litrík fiðrildi, risamaðkur, turnfálki og marmaratíta

Oddalús sem náðist í Sílapollinum á Borgarfirði eystri - Ljósmyndari: Pálmi BenediktssonÞað er oft forvitnilegt að leita svara við fyrirspurnum sem berast Náttúrustofunni.
Meðal þess sem hefur komið hefur inn á borð til okkar undanfarið eru myndir af
oddalús (Idotea balthica ) sem náðist í Sílapolli á Borgarfirði eystri, en hún hefur
ekki verið staðfest áður á þessu svæði. Oddalúsin fékk frelsið eftir myndatökur.

 

 

Þistilfiðrildi (Vanessa Cardui) Ljósmynd: Stefán Jökulsson


Í kringum mánaðarmótin júlí- ágúst var tilkynnt um litrík fiðrildi sem höfðu sést víða á fjöllum, m.a við Kverkjökul, Hvannalindir, nálægt Brúarjökli og inn við Bjarnahýði. Reyndust þetta vera þistilfiðrildi (Vanessa cardui ). Á vef Náttúrufræðistofnunar íslands má lesa um þistilfiðrildi.

Í júlí fengum við fregnir af myndarlegum ánamaðki á Egilsstöðum, hann var 34 cm langur og talið að  þar hafi verið á ferðinni skoskur ánamaðkur (Lumbricus terrestris).

 

Turnfálki (Falco tinnunculus) Ljósmyndari: Sigurður Kristinn Guðmundsson

Í lok ágúst fengum við sendar myndir af fugli sem náðist um borð í togara. Fuglinn reyndist vera turnfálki (Falco tinnunculus) og var honum sleppt við komuna til Neskaupstaðar.

Fyrir síðust jól barst okkur marmaratíta (Halyomorpha halys ) sem fannst í ávöxtum í Fjarðabyggð. Þær slæðast hingað í auknum mæli frá S-Evrópu þar sem tegundin er tiltölulega nýr landnemi frá Asíu þar sem hún er illa þokkaður skaðvaldur í ávaxtaræktun. Marmaratíta hefur ekki áður fundist á Austurlandi en staðfestur fundarstaður verður merktur fljótlega á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Sjá nánari umfjöllun um tegundina á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 

 

Aflinn mikill og óvenjulegur

05DFBBDC 3F74 4DF0 847C 43555EDDF3A9 minni Náttúrustofa Austurlands hefur verið með þrjár ljósgildrur til að veiða og vakta fiðrildi frá árinu 2010. Ein er í Neskaupstað, önnur í Hallormsstað og sú þriðja á Jökuldal. Gildran í Hallormsstað hefur gefið góðan afla undanfarnar vikur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var við tæmingu fyrr í vikunni.
Svo brá við þegar gildran í Neskaupstað var tæmd að lítil mús hafði átti sína síðustu stund við hlið ljósgildrunnar og er það í fyrsta sinn sem við skráum mús í vöktunarsögu ljósgildra hér fyrir austan. 


Ljósgildrurnar verða teknar niður  um miðjan nóvember og þá verður farið að vinna úr aflanum. Spennandi verður að sjá hvernig aflinn er samanborið við fyrri ár.

  20190924

Af Færeyjaflakki frú Áslaugar II, sviplegum örlögum Guðrúnar og væntanlegum harðindum í Bretaveldi

Sendar kort Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt um, setti starfsfólk Náttúrstofunnar, í samvinnu við Verkís og WWT (Wildfowl and Wetland Trust) GPS senditæki á fimm heiðagæsir sumarið 2017. Dyggir fylgjendur Náttúrustofunnar á samfélagsmiðlum ættu að kannast vel við þær stöllur; Kristínu, Katrínu Rán, Guðrúnu, E®línu og Áslaugu, en af ferðalögum þeirra berast reglulega fréttir í gegnum þessi senditæki.

Út frá þeim gögnum sem tækin safna fást gríðarlega mikilvægar upplýsingar um lífshætti gæsa, m.a. um farhætti og búsvæðaval. Unnendur íslenskra gæsa hafa því bæði haft gagn og gaman af því að fylgjast með ferðum þeirra enda hafa ævintýri þeirra oft á tíðum þótt ansi æsileg og stundum endað með ósköpum. Gæsin Áslaug flaug til að mynda á skoska raflínu í byrjun árs 2018 en gekk svo aftur seinna á því ári þegar senditækið var sett út á aðra heiðagæs sem mætti til aðgreiningar kalla Áslaugu II.

Eftir andlátið hafði frú Áslaug II einna helst vetursetu við vesturströnd Englands, skammt norður af Liverpool. Í vor kom svo Áslaug að landi nálægt Kirkjubæjarklaustri en dvaldist við Skaftafell um þriggja vikna skeið áður en hún hélt á sumardvalarstað sinn á Vesturöræfum og Fljótsdalsheiði.

Þann 13. september yfirgaf frú Áslaug landið en á leið sinni til baka dvaldi hún daglangt í Færeyjum áður en hún hélt áfram ferð sinni til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum. Heiðagæsir eru algengir fargestir í Færeyjum en þetta er þó í fyrsta skipti sem að íslensk heiðagæs með senditæki hefur þar viðdvöl.

Annars er það helst að frétta að af þeim fimm gæsum sem bera senditæki frá Náttúrustofunni að eftir að þær skiluðu sér allar á hefðbundnar varpsstöðar á Vesturöræfum í vor eru fjórar þeirra komnar til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum. Sú fimmta, Guðrún, mun hins vegar ekki skila sér til Bretaveldis en hún endaði lífdaga sína á matborði austfirsks veiðimanns. Hinar fjórar komust þó, sem fyrr segir, nokkuð klakklaust til Bretlandseyja; Katrín Rán (3. september), Kristín (12. september), Áslaug (15. september) og sú síðasta, E®lín (17. september). Þess má til gamans geta að þær stöllur voru um 9 dögum fyrr á ferðinni en í fyrra, þ.e.a.s. meðal brottfarardagur var 20. september í fyrra en 11. september í ár. Það hefur skotið Skotum skelk í bringu en þar í landi trúa margir því að snemmbúnir farfuglar sé merki um harðindi á næsta leiti sbr. á vef The Herald.

 Ein af senditækjagæsum Náttúrustofunnar á varpslóðum með hálsmerktum maka árið 2018.



 

 

 

Grátrönur á Héraðssandi

Gratronur2Pétur Örn Hjaltason sendi stofunni skilaboð um að fjórar grátrönur væru út á Héraðssandi. Náttúrustofan snaraðist þangað í morgun og náði myndum af þeim. Um leið var það staðfest að einungis væri um fullorðna fugla að ræða. Greinilegt var að þær höfðu verið í berjamó. Tvær grátrönur höfðu sést fyrr í sumar nálægt Selfljótinu og aðrar tvær við Fögruhlíðará. Vonandi ber þessi fjölgun vott um að ungar sem skriðu úr eggi á Héraðssandi leiti á uppeldisstöðvarnar.

  Gratronur3Gratronur4Gratronur1

 

 

Lesa meira

Náttúrufræðinámskeið

20190626 112544   Nattnamskeid2019Frá árinu 2008 hafa Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar haldið árlegt náttúrufræðinámskeið fyrir krakka í gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð í júní. Námskeiðið stendur yfir í 5 daga og í ár var það haldið dagana 24.-28. júní. Námskeiðið er ætlað fyrir börn á aldrinum 7-10 ára, í ár tóku 7 börn þátt. Nokkur þeirra voru að taka þátt í annað skiptið.

Margt skemmtilegt var skoðað við Mjóeyri, þ.á.m. skordýr og smádýr, fjaran og fuglalíf. Á fjörudeginum urðu flestir blautir í lappirnar en það var allt í lagi þar sem veðrið var svo gott.
Annað sem var skoðað var Helgustaðanáma, Óskafoss á Eskifirði, Urðirnar í Fólkvangnum í Neskaupstað og Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Á safninu var margt skemmtilegt að skoða, meðal annars nýi steinahellirinn. leðurblakan og tarfurinn en líka margkyns fuglategundir og fiskar.
Á síðasta deginum var lífríki ferskvatns skoðað. Farið var í Völutjörn sem er á Eskifirði þar sem hornsíli og önnur smádýr voru veidd og grandskoðuð. Síðan var farið á Mjóeyri og tjarnirnar og sílin þar skoðuð.

Það var mikið um skemmtilegar spurningar og margt nýtt sem bæði nemendur og kennarar lærðu. Á lokakvöldvöku gönguvikunnar sem var á Mjóeyri á laugardagskvöldinu fengu nemendurnir möppurnar sínar sem við höfðum unnið að allt námskeiðið ásamt viðurkenningu fyrir námskeiðið.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir