Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Blikakolla á Norðfirði

thumb_1_aedur_a_hreidriÍ lok maí síðastliðinn tilkynnti Þorgeir V. Þórarinsson æðarbóndi á Norðfirði um  einkennilega útlitandi æðarfugl í landi Borga á Norðfirði.  Fuglinn lá á eggjum og var  hinn spakasti.  Jón Ágúst Jónsson frá Náttúrustofu Austurlands fór og skoðaði fuglinn ásamt Þorgeiri og tók meðfylgjandi myndir. 
Myndirnar voru bornar undir ýmsa fuglasérfræðinga bæði hjá stofunni og víðar og þótti fuglinn athyglisverður fyrir þær sakir að hann bar úlitseinkenni bæði kollu og blika. 

Niðurstaðan var sú að líklega væri um svokallaðan "intersex" einstakling að ræða. Slíkir einstaklingar bera einhver einkenni beggja kynja. Intersex hefur verið þekkt í dýraríkinu um aldir og var talið orsakast af  litningagalla sem leiddi til ruglings í hormónakerfinu. 
Á síðustu áratugum hefur hinsvegar komið fram ýmis efnasambönd (PCB) sem lengi voru notuð í ýmsum iðnaði og virðast geta valdið slíkum ruglingi á fósturskeiði án þess að litningagallar komi til. Þessi efnasambönd hafa verið bönnuð í tugi ára en þar sem þau brotna mjög illa niður finnast þau enn víða í umhverfinu.
Þessi "blikakolla" virðist hin heilsuhraustasta og gaman verður að fylgjast með hvernig henni gengur að unga út.
thumb_1_aedabliki thumb_1_aedarblikahreidur

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir