Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Uppstoppaður hreindýrstarfur á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað

uppstoppad hreindyrVorið 2017 fékk Náttúrustofa Austurlands styrk úr Samfélagssjóði Alcoa til að stoppa upp hrein­dýrs­tarf til sýningar á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað. Tarfurinn var veiddur með sérstöku leyfi umhverfis­ráðuneytisins, haustið 2017 á Bræðrahrygg á Hraunum og stoppaður upp af Reimari Ásgeirssyni á Egilsstöðum. Farið var víða í leitinni að rétta dýrinu en lagt var upp með að krúnan væri með allt sem prýðir íslensk hreindýrshorn, spaða, bakgreinar, langar krúnugreinar og góða samhverfu milli hornanna. Hann vó 96 kg og var sennilega 5 vetra. Það er mikill fengur að hafa svo glæsilegt eintak af einu helsta einkennistákni austfirskrar náttúru meðal safngripa.

Lesa meira

Uppstoppaður hani gjöf til Náttúrugripasafnsins

20181103 151303Náttúrugripasafninu í Neskaupstað áskotnaðist um liðna helgi glæsilegur uppstoppaður hani. Haninn var boðinn upp á árlegum markaði Hosanna sem haldinn var í Safnahúsinu. Það var Pólska samfélagið í Neskaustað sem bauð best í hanann og ákvað að færa hann Náttúrugripasafninu að gjöf. Þannig voru slegnar tvær flugur í einu höggi með styrk til bæði Hosanna og Náttúrugripasafnsins. Það voru Kristín Ágústsdóttir og Guðmundur Sveinsson sem tóku við hananum fyrir hönd safnsins. 

Haninn hefur frá upphafi fylgt húsinu Brekku í Neskaupstað, en það voru núverandi hænsnabændur á Brekku sem gáfu Hosunum hanann uppstoppaða. Áður var hann eigu hjónanna Guðna og Úrsúlu á Brekku, bæði lífs og liðinn.

 

 

 

Lesa meira

Ungir tarfar samfastir á hornum í rafmagnsvír

43696175 2320370621331205 3403728867314106368 oSigurður Guðjónsson á Borg á Mýrum lét Náttúrustofuna vita af tveimur ungum törfum samföstum á hornum í rafmagnsvír. Honum tókst að fanga þá með netbyssu Náttúrustofunnar og losa með hjálp góðra manna undir vökulu auga héraðsdýralæknisins Wija Ariyani. Hún tók meðfylgjandi myndir. Náttúrustofan hvetur alla sem ganga fram á girðingarleyfar í náttúru að gera viðeigandi ráðstafanir.

 

 

 

43747749 2320370504664550 5630776711458062336 o 43639666 2320370521331215 6954829547296522240 n

Grátrönur koma upp ungum

Grátrönupar með ungaGrátrönur (Grus grus) hafa lengið verið flækingsfuglar á Íslandi og áttu fæstir von á að þær tækju upp á því að verpa hérlendis í bráð. Engu að síður hafa þær orpið á Austurlandi í nokkur ár og hefur Náttúrustofan áður flutt fréttir af því.
Síðastliðið vor mættu þær austur á land en lítið fór fyrir þeim þrátt fyrir stærðina og er lítið vitað hvað þær aðhöfðust um sumarið annað en það að um haustið birtust þær með afraksturinn, tvo fleyga unga tilbúnar til farflugs.
Þessir tignarlegu fuglar eru kærkomin viðbót við það sem fyrir er og mögulega getur myndast hér lítill varpstofn sem áhugavert verður að fylgjast með í framtíðinni. Og þá er bara að bíða og vona að þær skili sér til baka að ári.

Meðfylgjandi myndir tók Halldór Walter Stefánsson af grátrönupari með tvo unga 18. september 2018.

Grátrönupar með unga

 

Vetrarbeit hreindýra

42104353 2284177561617178 5166813157070471168 nÍ byrjun september fengu starfsmenn Náttúrustofunnar norskan gróðursérfræðing, Hans Tømmervik, í heimsókn til að koma af stað rannsókn á vetrarbeit hreindýra. Það gekk vel og urðu starfsmenn Stofunnar margs fróðari um fléttur og annan gróður sem hreindýrunum þykir gott að bíta.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir