Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Dagur íslenskrar náttúru

dagurislenskrarnatturuDagur íslenskrar náttúru er þann 16. september n.k.

Náttúrustofa Austurlands ætlar af því tilefni að efna til

ljós - og/eða hreyfimyndasamkeppni.

 

 

 

 

Leikreglur eru eftirfarandi:

1. Myndir þarf að taka 14. til 18. september 2015.
2. Myndir þarf að merkja myllumerkjunum #dinna15 og #nattaust, á Facebook eða Instagram eða senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
3. Myndum þarf að skila í síðasta lagi á miðnætti 18. september.
4. Hver þátttakandi (einstaklingur eða hópur) má að hámarki senda inn 5 myndir.
5. Ef myndir sýna fólk þarf að liggja fyrir samþykki viðkomandi um að birta megi mynd á vefmiðlum og/eða í útprentuðu efni á vegum Náttúrustofunnar.

 

Verðlaun eru veitt fyrir bestu myndina m.t.t. tengingar við íslenska náttúru, myndbyggingar, fegurðar og frumleika. Vinningsmyndin mun prýða forsíðu ársskýrslu Náttúrustofunnar.

Við hvetjum skóla á Austurlandi til taka þátt og  færa skólastofuna út í íslenska náttúru þessa viku.


Bestu kveðjur frá starfsfólk Náttúrustofu Austurlands

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir