Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Úrslit í spurningaleik á Aðventustund

DSC 0336Ríflega 60 manns mættu á Aðventustund fjölskyldunnar í Safnahúsinu í Neskaupstað síðastliðið fimmtudagskvöld, þrátt fyrir að úrhelli og rok væri úti og kannski ekki stemming fyrir miðbæjarrölti eins og ráð var gert fyrir. Auk spurningaleiksins á Náttúrugripasafninu skemmtu Félag harmonikkuunnenda á Norðfirði, Nemendur úr listaakademíu VA og sönghópurinn Fönn gestum og gangandi.

Spurningakeppni Náttúrustofunnar vakti lukku og hefur verið dregið úr réttum svörum. Lilja Hulda Auðunsdóttir var fengin til að vera hlutlaus aðili í úrdrættinum. Fjórir vinningar voru veittir fyrir rétt svör, fyrsta vinnig hlaut Haraldur Einar og fékk hann Fuglafár sem er nýtt íslenskt fuglaspil sem henntar fyrir alla fjölskylduna. 2-4 vinning hlutu Einar Leó , Lilja Guðný og Ýmir Eysteinsson en þau fengu bókina Væri ég fuglinn frjáls, fyrstu skrefin í fuglaskoðun.


Náttúrustofa Austurlands þakkar fyrir góðar stundir í gær og SÚN fyrir styrkinn en
Verkefnið var styrkt af Samvinnufélagi Útgerðarmanna í Neskaupstað. Að auki þökkum við öllum sem komu að verkefninu og aðstoðuðu okkur með einum eða öðrum hætti að gera kvöldið ánægjulegt.

DSC 0340  DSC 0328  DSC 0308

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir