Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fýll með dægurrita

2019 06 22 Fyll med daegurritaFýll með dægurrita náðist í dag. Verður spennandi að sjá hvert hann hefur þvælst yfir veturinn. Við losuðum hann við ritann af fætinum og slepptum honum fegnum út í frelsið á ný.

Hálfdán Helgi Helgason ráðinn til Náttúrustofu Austurlands.

Halfdan webHálfdán Helgi Helgason hefur verið ráðinn til Náttúrustofu Austurlands, en átján sóttu um starf sem auglýst var í febrúar sl. Hálfdán er með meistaragráðu í líffræði og hefur undanfarinn áratug búið í Noregi þar sem hann hefur starfað fyrir Norsku heimskautastofnunina, m.a. við vöktun sjófugla. Sérsvið hans er fuglar, einkum sjófuglar en hann hefur vítt áhugasvið og hefur m.a. komið að rannsóknum á fæðuvali refa. Hálfdán hefur störf í júlí og við bjóðum hann velkominn til starfa.

39 fuglategundir, hnísa og hrefna sáust á fugladeginum í ár

20190511 125559   minniÁrlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðarmanna var að þessu sinni haldinn 11. maí 2019. Fugladagurinn hefur verið haldinn árlega frá 2000 og hafa fuglaáhugamenn á ýmsum aldri komið samann á Norðfirði og í Reyðarfirði og skoðað fugla í og við fjarðarbotnana. Náttúrustofan mætir með fjarsjá og fuglabækur sem allir sem vilja geta fengið að kíkja í. Það hjálpast allir að við að finna fugla og greina þá til tegundar. Sumir mæta með eigin kíki en oftast er lítið mál að fá að kíkja hjá öðrum. Líflegar umræður spinnast gjarnan í kringum það sem sést og eru þá gjarnan skoðuð bæði greiningareinkenni tegunda en einnig spáð í ýmsu atferli, búsvæðum og fæðutegundum. Umræður skapast ekki síður um þá fugla sem fólk hefur séð að undanförnu og koma þá oft fram áhugaverðar upplýsingar. Enginn fugl er ómerkilegur og spurningar og forvitni þeim tengdum eru kærkomnar og velkomnar.

Á Norðfirði mættu sautján manns í fuglaskoðun. Veður var svalt en bjart og skyggni gott. Köld gola innan úr firði roðaði kinnar og nef fuglaskoðara og kældi jafnvel hold inn að beini ef menn voru ekki vel klæddir.
Alls sáust 30 fuglategundir á Norðfirði:
Grágæs, rauðhöfði, stokkönd, æður, hávella, straumönd, toppönd, urtönd, fýll, tjaldur, heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, hrossagaukur, stelkur, tildra, jaðrakan, spói, hettumáfur, stormmáfur, sílamáfur, bjartmáfur, silfurmáfur, svartbakur, kría, bjargdúfa (með hvíta skellu á höfði og mikið hvítt í stéli), þúfutittlingur, maríuerla og hrafn .
Á Reyðarfirði mættu tíu manns veður var bjart en frekar kalt.
Alls sáust 33-34 fuglategundir:
Jaðrakan, lóuþræll, sandlóa, skúfönd, hettumáfur, maríuerla, heiðlóa, þúfutittlingur, stelkur, skógarþröstur, stokkönd, grágæs, hrossagaukur, kría, tildra, æðarfugl, silfurmáfur, bjartmáfur, hrafn, teista, hávella, fýll, toppönd, súla, rita, tjaldur, svartbakur, spói, kjói, himbrimi, rauðhöfðaönd, sendlingur, heiðagæs og ógreindir svartfuglar (mögulega langvía). Samtals 33-34 tegundir. Auk þess sáust hnísur og hrefna.
Ýmsar tegundir vantaði á svæðið að þessu sinni, m.a. urtönd, straumönd og bjargdúfu.

101 2838 minni

Fugladagurinn - Eru allir farfuglarnir komnir ?

Fugladagurinn 2018Árleg fuglatalning og fuglaskoðun verður næstkomandi helgi, samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands.
Laugardaginn 11. maí 2018 um og uppúr hádegi.
Mæting kl 12:30 á Norðfirði við Leiruna og kl 13:30 á Reyðarfirði við Andapollinn.
Sérfræðingar leiðbeina og fræða og koma með „fuglaskóp“ en gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Allir velkomnir.

Hlynur Ármannsson ráðinn til Náttúrustofu Austurlands.

Hlynur web Hlynur Ármannsson hefur verið ráðinn til Náttúrustofu Austurlands, en átján sóttu um starf sem auglýst var í febrúar sl. Hlynur er með meistaragráðu í líffræði og starfaði lengi hjá Hafrannsóknastofnun á Akureyri, fyrst sem rannsóknamaður en síðar sem útibússtjóri ásamt því að vera í 50% starfi sem lektor við Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Undanfarin ár hefur hann starfað sem kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Sérsvið hans er sjórinn og lífríki hans. Hlynur hefur störf í ágúst og við bjóðum hann velkominn til starfa.

 

Vetrartalning hreindýra

55604871 2576042789097319 746815214145503232 o   Mynd med frett Næstu 2-3 vikurnar stendur yfir vetrartalning hreindýra. Að því tilefni eru allir þeir sem rekast á eða hafa upplýsingar um hreindýr beðnir um að koma þeim til náttúrustofunnar. Meðfylgjandi myndir eru af tarfahópi sem var í Arnórsstaðamúla á Jökuldal um síðustu helgi. Fullorðnu tarfarnir allir kollóttir en veturgamlir tarfar og sumir tveggja ára en með gömlu hornin.

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir