Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrustofu Austurlands flytur í nýtt húsnæði

Náttúrustofan flytur

Náttúrustofa Austurlands hefur nú flutt aðalskrifstofu sína í Múlann, að Bakkavegi 5 í Neskaupstað.
Náttúrustofan hefur frá árinu 1999 haft aðstöðu í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands með Matís (áður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins) og fleiri fyrirtækjum og einstaklingum. Eftir góðan tíma þar taka nú við spennandi tímar í þessum nýja klasa.


Múlinn er samvinnuhús þar sem nokkur fyrirtæki og stofnanir koma saman á einum stað. Samvinnufélag útgerðamanna í Neskaupstað SÚN stendur að baki Múlanum, en búið er að gera  upp eldri byggingu og byggja myndarlega við það húsnæði sem áður hýsti verslunina Nesbakka og þar áður útibú Kaupfélagsins Fram.

Auk Náttúrustofunnar verða í Múlanum starfsstöðvar  Matís, Austurbrú, Deloitte, Stapa, Origo, Advania, Nox Health, MAST, Hafró og mögulega fleiri.

 Við erum spennt fyrir nýjum breytingum á sama tíma og við kveðjum sambýlinga okkar í Verkmenntaskóla Austurlands með söknuði.

frettflutningur

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir