Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrufræðinámskeið 2022

Náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri 2022

Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa frá 2008 haldið 5 daga náttúrufræðinámskeið fyrir krakka í Gönguvikunni á Eskifirði. Í ár var námskeiðið haldið dagana 20.-24. júní. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8-10 ára og óhætt að segja að áhuginn er mikill. Tíu krakkar tóku þátt í námskeiðinu og komust færri að en vildu.
Þó veðrið hafi ekki alltaf leikið við okkur og kaldara og vindasamara hafi verið en oft áður létu krakkarnir það ekki á sig fá. Fyrir utan einn dag þar sem skroppið var á Náttúrugripasafnið á Norðfirði fór námskeiðið nær eingöngu fram utandyra. Safnið er flott viðbót við námskeiðið enda er óneitanlega gagnlegt við greiningar á ýmsum fuglum og smádýrum að safnmunir halda oftast kyrru fyrir ólíkt lifandi fánu í náttúrulegu umhverfi.
Aðra daga voru fuglar, smádýr, plöntur, vatna- og fjörulíf skoðað utandyra auk þess sem farin var ferð í Helgustaðanámu til að kynnast silfurbergi nánar. Í Mjóeyrarfjöru var steinum velt við, sprettfiskar gómaðir, og marflær og annað kvikt gripið og skoðað nánar í lófa eða í þar til gerðum ílátum. Skeljar voru tíndar og jafnvel þangið skoðað og kreist. Einnig voru hornsíli voru háfuð upp úr ferskvatnspollum.
Krakkarnir spurðu óteljandi áhugaverðra spurninga sem ekki var alltaf hægt að svara en endalaust hægt að ræða. Kennarar rifjuðu ýmislegt upp og lærðu nýja hluti og á það vonandi einnig við um nemendurna. Í hópnum brá fyrir mörgum efnilegum og upprennandi náttúruskoðurum og vísindamönnum

Náttúrufræðinámskeið á Mjóeyrinni 2022

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir