Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Kvóti fyrir veiðiárið 2023

Tillögur Náttúrustofu Austurlands um kvóta hreindýra fyrir veiðiárið 2023 voru lagðar fram á fundi hreindýraráðs í gær, 30. nóvember 2022. Drög að kvóta  upp á 938 dýr voru kynnt þann 1. nóvember 2022 og sett í opið samráð  þar sem öllum gafst tækifæri á að koma með rökstuddar athugasemdir við tillögur Náttúrustofunnar. Samráði lauk þann 25. nóvember og alls bárust athugasemdir frá fjórum aðilum: Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, Jóhanni Guttormi Gunnarssyni starfsmanni Umhverfisstofnunar, Ólafi Erni Péturssyni Skálanesi og Björgvini Má Hanssyni Fáskrúðsfirði.

Náttúrustofan er þakklát fyrir allar athugasemdir og ábendingar og var tekið tillit til þeirra. Lokaniðurstaðan er sú að lagt er til að hreindýrakvóti ársins 2023 verði 901 dýr.

Ljóst varð við yfirferð athugasemda að aðferðafræði talninga og útreikningar á stofnstærð hafa ekki verið settar fram með nægjanlega skýrum hætti og verður aðeins bætt úr því hér og jafnframt haft í huga við framsetningu næstu vöktunarskýrslu. sjá nánar hér.

 2022 12 01 kvóti tafla

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir