Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hólmanes - Gönguleiðir og áhugaverðir staðir

SkeleyriSkeleyri
Auðvelt er að ganga út á Skeleyri og er best að fara út með ströndinni frá bílastæði við gömlu sorphaugana.  Í fjörunni  má  sjá strandplöntur sem þola seltu sjávar svo sem blálilju, hrímblöðku og fjöruarfa og á fjörukambinum kattartungu, tágamuru og hvönn. Æðarfugl og fleiri fuglar sjást á sundi við ströndina og vaðfuglar spígspora í fjörunni. Fagurt útsýni er yfir fjörðinn og til hafs, ströndin út með firði að norðan skeytt grænum túnblettum en eyjan Skrúður í fjarska og uppaf rís margbrotinn fjallgarður.  Á hina höndina eru fyrst grasi vaxnar og blómskrúðugar  brekkur með smá klettum en undan Baulhúsum mosaríkir móar og mýri. Skeleyri er formfögur með sínum ávölu línum og ljósleitri möl. Þar er kjörið að skoða skeljar, vaða í sjónum á heitum dögum og fara í leiki.

Lesa meira

Hólmanes- Landslag og jarðfræði

Hólmatindur er afar tilkomumikið fjall og rís 1000 m yfir sjávarmál milli  Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Hólmanes sem teygir sig  til suðausturs frá honum er klettótt og ber þar  mest á Ytri-Hólmaborg (114 m) en norðan á nesinu er þó nokkurt sléttlendi. Utan til á  nesinu  eru víða hamrar í sjó fram en innar malar- og þangfjörur.

Hólmanes og Hólmaháls er að miklu leyti úr basísku bergi sem hefur storknað á yfirborðinu og er dökk á lit. Yst á nesinu er berggrunnurinn þó úr súru gosbergi, svokölluðu líparíti sem er ljósleitt og er þetta vestasti og yngsti hluti Reyðarfjarðareldstöðvar sem var virk fyrir 11-12 miljónum ára.  Líparítið er viðkvæmt fyrir veðrun og klofnar sundur í flögur og sést þetta mjög greinilega norðan og austan við Ytri Borgina. Borgirnar og Hólmarnir hafa aftur á móti myndast við storknun bergkviku neðanjarðar, sem innskot úr basísku bergi svokölluðu díabasi  sem hefur troðist inn á milli hraunlaganna sem fyrir voru. Þessi innskot  reyndust harðari en hraunlögin í kring og hefur því rofmáttur ísaldarjökulsins ekki náð að vinna eins  auðveldlega á þeim og berginu í kring.

Lesa meira

Hólmanes - Gróðurfar

Í Hólmanesi má finna fjölbreytileg  gróðurlendi og mikla tegundafjölbreytni Sjöstjarnaþrátt fyrir
að nesið virðist fremur hrjóstrugt. Alls hafa verið skráðar ríflega 150 tegundir háplantna
á friðlýsta svæðinu. Þar vaxa einkennisjurtir Austfjarða, sjöstjarna, gullsteinbrjótur,
maríuvöttur, klettafrú og bláklukka, einnig allmargar fremur sjaldgæfar tegundir svo sem
villilín, dökkasef, aronsvöndur, sigurskúfur og stóriburkni.

 

 

 

Graslendi er meðfram ströndinni einkum við Baulhúsavík,
kringum Leiðarhöfða en  einnig við Baulhús. Víða í brekkum austan í Hólmahálsi, utan í Borgum
og á flatlendinu upp af Skeleyri og Básum er mosi áberandi, ýmist einráður eða   innan um lyng,
sef eða gras. Gróskumikill lynggróður er víða í brekkum, einkum í vestanverðum Baulhúsadal,
Urðarhvammi og  innan um mosagróður í allri brekkunni austan Hólmahálsi.

 

 

Lesa meira

Hólmanes - Dýralíf

Mikið fuglalíf er í Hólmanesi allt árið um kring.  Sjófuglar setja mestan svip á fuglalífið en í  fjörum og móum vappa vaðfuglar og mófuglar. Endur og gæsir sjást í Hólmunum og sjónum þar um kring.  Í Langhömrum, Ytri-Hólmaborg og í sjávarhömrum er varpstaður ýmissa bjargfugla sem skipta hundruðum. Fýll er algengur og verpir á klettasyllum víðs vegar um nesið og silfurmáfabyggð er uppi á Ytri-Hólmaborg.

 

 

 

Æðarfugl verpir aðallega í hólmunum en einnig víðar með ströndinni og stöku sinnum leynist æðarkóngur í hópi þeirra.  Toppönd, grágæs, stelkur, heiðlóa, hrossagaukur, tjaldur, svartbakur, þúfu¬tittlingur, lundi, rita,  teista, steindepill og hrafn eru allt varpfuglar í Hólmanesi. Fleiri fuglar dvelja  þar en verpa  ekki, t.d. sést dílaskarfur við sunnanvert nesið og tildrur  við Stórhólma. Áður verpti bjargdúfa á þessum slóðum en henni var útrýmt



                                                              

 

Skeljar finnast einkum á Skeleyri en klettadoppur og hrúðurkarlar sitja á steinum og klettaveggjum,  meðal annars í Básum.
Í brekkum leynast lyngbobbi og svartsnigill. Tófa er algeng í Hólmanesi og þar finnst greni af og til. 
Minkur er þar líka og er hann vágestur í æðarvarpi. Hreindýr sjást stundum í Hólmanesi síðla vetrar og einkum þá tarfar.

Hreindýraveiðum lokið

Ekki náðist að klára kvótann á sv. 1-2 þar voru eftir óveidd tvö leyfi á kýr og eitt á tarf.  Á svæði 3 var eitt leyfi f. kú óveitt. Eitt tarfaleyfi var eftir óveitt á sv. 8.  Kvótinn náðist á sv. 4, 5, 6 og 7.Stundum skila menn sér ekki til veiða og skila heldur ekki inn leyfinu til endurúthlutunar fyrr en það seint að ekki tekst að koma leyfinu út til annarra veiðimanna á biðlista.
Á svæði 9 voru veiðar stöðvaðar snemma á veiðitíma og leyfishöfum stendur til boða endurgreiðsla leyfanna, þar voru ekki veidd átta tarfaleyfi og 29 leyfi á kýr.

þessi frétt er tekin af vefnum www.hreindyr.is

Iceland's Reindeer and the Volcano

 

Eldgosið í Eyjafjallajökli
"While the world has heard a lot about the impact of the Icelandic volcano on air traffic and the economy, what about its impact on Iceland's reindeer?"

 

 

 

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir