Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn næstkomandi Laugardag

Fugladagurinn á Reyðarfirði 2010Árlegur fugladagur verður Laugardaginn 11. maí.  Fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar
Samvinnuferð Ferðafélags fjarðamannaog Náttúrustofu Austurlands. Sérfræðingar Náttúrustofu stjórna talningu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur.
Mæting á háfjöru kl. 9 á Norðfirði við leiruna og kl. 9 á Reyðarfirði við andapollinn.

Fuglafréttir frá Seyðisfirði

Gunnlaugur Hafsteinsson fylgist með fuglum og hefur náð góðum árangri í að mynda þá eins og sjá má á http://www.flickr.com/photos/gulli_hafsteins/sets/72157626329692850/. Um leið og hann tekur myndirnar og kemur þeim á framfæri  fær Náttúrustofnan áhugaverðar upplýsingar um ferðir fuglanna. Í myndaseríu hans frá Seyðisfirði má m.a. sjá myndir af ástarlífi bjargdúfna, flórgoða er hafa skamma viðdvöl í firðinum áður en haldið er á varpstöðvar á Héraði og síðast en ekki hvað síst þrjár brandendur sem eru nýjir landnemar á Íslandi. Á Austurlandi verpa örfá pör við Djúpavog http://djupivogur.is/fuglavefur/?pageid=473. Fylgjast þarf með brandöndunum á Seyðisfirði því ef karlfugl bættist í hópinn er aldrei að vita nema þær reyni varp þar. Náttúrustofan þakkar Gunnlaugi fyrir afnot af myndunum og upplýsingarnar og hvetur alla til að láta starfsmenn stofunnar vita ef þeir  sjá eitthvað merkilegt á flugi.

Fuglaskoðun í Reyðarfirði

Fuglaskoðun í Reyðarfirði á vegum Náttúrustofu Austurlands 21. apríl 2000

Klukkan tíu stillti undirritaður sér upp við andapollinn á Reyðarfirði með 2 fjarsjár, 2 sjónauka og nokkrar handbækur um fugla.  Þá þegar voru um 10 áhugasamir fuglaskoðarar mættir á svæðið.  Fuglaskoðun lauk kl. tólf en þá hafði á þriðja tug mætt eða álíka fjöldi og í Iðrunargöngu kirkjunnar á Þingvöllum sama dag. Þeir sem mættu voru flestir Reyðfirðingar, ein stúlka frá Norðfirði og einn Hafnfirðingur í heimsókn.  Einn Reyðfirðinganna, Gunnar B. Ólafsson, hafði fylgst með fuglunum á svæðinu og miðlaði fróðleik sínum.

Fuglar sem héldu sig á leirunum voru mest áberandi og fuglar á sjónum í fjarðabotni.

FUGLALISTI: 

FýllNokkrir á sveimi í fjarðarbotni

Gráhegri Einn ungfugl sem stillti sér upp til sýnis á á fjörukambinum stutt innan við girðinguna.  Gunnar Ólafsson hafði séð fuglinn af og til seinni partinn í vetur.  Þegar hann flögraði  um ókyrrðust gæsirnar mikið enda minnir hann mjög á ránfugl á flugi.

Grágæs Nokkur pör upp á fjörukambinum þar sem þær munu verpa í vor.

Stokkönd Nokkur pör í sjónum og í grunnum pollum á leirunni.

RauðhöfðiSex fuglar í sjónum.

ÆðurUm 400 fuglar fleki á fjarðarbotni og við bryggjuna.

HávellaReitingur innan um æðurinn.

StelkurUm 20 fuglar í hóp á leirunni

TjaldurPar í fjörunni nálægt girðingu rétt hjá þar sem ég fann hreiður þeirra síðastliðið vor.

SendlingurUm 10 fuglar á leirunni.

SilfurmáfurNokkrir fullorðnir á flugi yfir.

HettumáfurHópur að streppa (æsiatferli, róta upp) í grunnum leirupolli. Til viðbótar má geta þess að Halldór W. Stefánsson sá heiðlóur á leirunni daginn áður.  Einnig höfðu sést tveir svartþrestir á Reyðarfirði fyrir skömmu.  Þá var talað um æðarkóng í æðarhópunum í Neskaupstað.

Fellabæ laugardaginn 22. apríl 2000

Skarphéðinn G. Þórisson

Fuglaskoðunardagur 8.maí ( Alþjóðlegur Farfugladagur)

Fugladagurinn NorðfirðiHin árlega fuglaskoðun Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna fór fram í blíðskaparveðri á leirunum í Reyðarfirði og Norðfirði laugardaginn 8.maí en dagurinn er Alþjóðlegur Farfugladagur. Að þessu sinni var hann haldinn eftir hádegi vegna þess hversu snemma morgunfjaran var.

Góð mæting var á báðum stöðum á Reyðarfirði mættu 13 manns en á Norðfirði mættu 25.

Fuglaskoðunardagurinn laugardaginn 7.maí

tjaldurFuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar, laugardaginn 7.maí næstkomandi.
Samvinnuferð með Ferðafélagi Fjarðamanna. Sérfræðingar frá Náttúrustofu Austurlands verða á svæðinu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur.
Frítt fyrir alla. Mæting á fjöru kl. 9 á Norðfirði og kl. 10 á Reyðarfirði.

Til gamans má benda á  þessa frétt frá fugladeginum 2010.

Fuglatalning og fuglaskoðun

jadrakanNæstkomandi laugardag 7. maí  verður árleg fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar.
Er þetta samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands. 
Hist verður  kl. 9 á Reyðarfirði við Andapollinn og kl. 8 á Norðfirði við Leiruna.
Sérfræðingar Náttúrustofu Austurlands verða á svæðinu, stjórna talningu og verða með skóp en gott er að hafa með sér sjónauka.
Allir velkomnir.

Gæsamerkingar

Dagana 18.-21.7. og 24.-28.7.2017 stóð Náttúrustofan ásamt Verkís og WWT í Bretlandi fyrir gæsamerkingum á Norður-, Austur- og Suðausturlandi. Landsvirkjun lagði til sumarstarfsfólk frá Blöndustöð og Fljótsdalsstöð sem hjálpuðu við merkingarnar og fá þakkir fyrir. Aðal tilgangur merkinganna var að setja GSM/GPS-senditæki á 25 heiðagæsir og þrjár grágæsir til að kortleggja ferðir þeirra og nýtingu á landi. Auk þess fengu aðrar gæsir litplastmerki ýmist á fót eða háls sem hægt er að lesa á úr fjarlægð.
Heiðagæsirnar voru merktar í Eyvindarstaðaheiði, í Skagafirði, á Jökuldalsheiði og á Vesturöræfum. Náttúrustofan setti fimm senda á kvenfugla á Vesturöræfum sem fylgst verður með næstu tvö árin eða meðan líftími senditækjanna varir. Þeim var gefið nafn og bókstafur settur á hvert merki sem vísar til heitis. Þær fengu nafngiftina Kristín (K), Rán (R), Guðrún (G), Erlín og Elín (E) og Áslaug (A).
Grágæsir voru merktar á Blönduósi, í Skagafirði auk Vatnshlíðarvatns og á Norðfirði. Helsingjar voru merktir austan við Jökulsárlón á Suðausturlandi. Helsingjarnir fengu litplastmerki á annan fótinn og stálmerki á hinn. 

Grágæsamerkingar 2016

Grágæsamerkingar í júlí 2016Dagana 18.-22. júlí 2016 voru grágæsir handsamaðar og merktar á nokkrum stöðum á Norður- og Austurlandi. Megintilgangurinn var að setja sjö gsm-senda á fullorðnar grágæsir sem víðast og kortleggja ferðir þeirra næstu tvö árin. Auk senditækjagæsa voru aðrar grágæsir merktar með appelsínugulum plasthálshringjum, minni ungar fengu hvíta fótplasthringi og allar gæsirnar fengu stálhring á fót. Samtals voru merktar 149 gæsir. Merkingastaðirnir voru á Blönduósi, Vatnshlíðarvatni, Dalvík, Egilsstöðum, Bóndastaðablá á Úthéraði og Norðfirði.
Um samvinnuverkefni Verkís, WWT í Bretlandi og Náttúrustofunnar var að ræða sem nutu liðstyrks sumarvinnufólks Landsvirkjunar í Blöndustöð og Fljótsdalsstöð, vinnuskólans á Dalvík og starfsmanna Isavia á Egilsstaðaflugvelli og fleiri áhugasamra.

Gráhegrar á fóðrum

Grahegri Gráhegrar hafa sést af og til á Norðfirði að vetri til í mörg ár og er yfirstandandi vetur þar engin undantekning.  Tveir hegrar hafa haldið sig nærri flugvellinum í nágrenni Síldarvinnslunnar í Neskaupstað síðan í janúar.  Kristín Hávarðsdóttir hafði fylgst með fuglunum um tíma og  þótti þeir vesældarlegir,  annar þeirra hvarf um tíma. Hún  aflaði sér upplýsinga um hegra hjá Jóhanni Óla Hilmarssyni hjá Fuglaverndarfélagi Íslands  og  velti fyrir sér hvort hægt væri að fóðra þá.  Það er engin hefð fyrir því  á íslandi að fóðra hegra en þeir halda sig gjarnan þar sem fisks er að vænta.  Jóhann Óli stakk upp á því að hún bæri út smáan fisk til dæmis loðnu, „ Ég hélt t.d. að annar væri dauður, hafði ekki séð hann í eina 10 daga og var viss um að hann hefði bara drepist í einhverju rokinu, svo ég fór og þýddi ýsu, skar í lengjur á stærð við loðnu og henti útí pollinn sem þeir stóðu svo oft við og morguninn eftir, þá stóðu þeir báðir og átu „ sagði Kristín. Hegrarnir hafa gert sér gott af fiskinum og virðast braggast vel.  Hún gefur þeim í  poll á leirunni  en Kristín sagði jafnframt „Krumminn er að vísu kominn á bragðið, og hreinsaði upp þær loðnur sem fóru á ísinn, en lét alveg vera það sem var í vatninu“
Hegrar eru ekki varpfuglar á Íslandi, en eru nokkuð algengir gestir að vetri. Merktir fuglar sem hafa fundist á Íslandi hafa verið merktir í Noregi.

Við þökkum ábendingar frá ykkur og minnum á að það má alltaf senda á netfangið okkar na hjá na.is eða heyra í okkur í síma 4771774

Grátrönur koma upp ungum

Grátrönupar með ungaGrátrönur (Grus grus) hafa lengið verið flækingsfuglar á Íslandi og áttu fæstir von á að þær tækju upp á því að verpa hérlendis í bráð. Engu að síður hafa þær orpið á Austurlandi í nokkur ár og hefur Náttúrustofan áður flutt fréttir af því.
Síðastliðið vor mættu þær austur á land en lítið fór fyrir þeim þrátt fyrir stærðina og er lítið vitað hvað þær aðhöfðust um sumarið annað en það að um haustið birtust þær með afraksturinn, tvo fleyga unga tilbúnar til farflugs.
Þessir tignarlegu fuglar eru kærkomin viðbót við það sem fyrir er og mögulega getur myndast hér lítill varpstofn sem áhugavert verður að fylgjast með í framtíðinni. Og þá er bara að bíða og vona að þær skili sér til baka að ári.

Meðfylgjandi myndir tók Halldór Walter Stefánsson af grátrönupari með tvo unga 18. september 2018.

Grátrönupar með unga

 

Hellingur af hvítum hegrum

Kúhegri á DalvíkNú í haust hafa mjallhegri (Egretta alba), bjarthegri (Egretta garzetta) og kúhegri (Bubulcus ibis) sést á Íslandi. Mjallhegrinn sem er stærstur þessara þriggja sást á Hellnum á Snæfellsnesi (sá 5. fyrir landið) en hinir tveir m.a. hér eystra.
Kúhegra, þann 9. fyrir landið sá Sólveig Sigurðardóttir við Hánefsstaði í Seyðisfirði þann 18. október eftir að heimilisfólkið þar lét hana vita. Náttúrustofan heimsótti hegrann 29. október og fylgir myndband tekið í þeirri heimsókn með því að smella hér, oghérAnnar kúhegri sást um svipað leyti. Snæþór Vernharðsson frétti af honum 21. október. Hann kom í land á Dalvík með skipinu Björgúlfi. Snæþór  hafði milligöngu um þessar upplýsingar og fékk leyfi fyrir birtingu myndar sem hér fylgir með.
Í það minnsta 10 bjarthegrar hafa sést á Íslandi nú í haust  og þ.a. tveir á Hornafirði, einn á Stöðvarfirði og einn í Neskaupstað.

Hreindýri smalað á Austurafrétti sunnan Dettifoss

A reindeer wispher (2)Daði Lange Friðriksson hafði samband við Náttúrustofu Austurlands og sagði frá hreindýri sem fylgdi ánum er menn voru að smala þann 2. september síðast liðinn í Austurfjöllum suður af Dettifossi. Frétt um það birtist síðan í Morgunblaðinu; http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/06/hreindyr_birtist_ovaent_med_fenu/
Í 65.-66. hefti tímaritsins Glettings sem helgaður var 20 ára afmæli Náttúrustofu Austurlands er grein um hreindýr sem leitað hafa út fyrir hefðbundið útbreiðslusvæði á Austurlandi síðustu 100 árin. Þar er m.a. sagt frá kálfi sem sást í Hólmatungum í fyrrahaust. Hugsanlega er hér um sama dýrið að ræða.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lóan er komin

Heiðlóa ljósmynd B.B. fuglar.isÁ Skírdag 9.april síðastliðinn mættu fyrstu 9 heiðlóurnar á Héraðið, þær lentu í túni við bæinn Uppsali í Eiðaþinghá, þeim hefur fjölgað upp frá því.  Fyrstu heiðlóurnar voru skráðar 16.april 2008  svo þær eru eitthvað fyrr á ferðinni í ár.
Þá var einn gráhegri á andapollinum á Reyðarfirði á Föstudaginn langa ( 10.april 2009)

 

Mandarínönd heimsækir Borgarfjörð eystri

Þann 10. maí heiMandarínöndmsótti náttúrustofan mandarínönd á Borgarfirði eystri. Skúli Sveinsson lét vita af henni en hún hélt sig í og við fjöruna í og við Bræðsluna. Þetta er skrautlegur steggur að öllum líkindum ættaður úr andagarði á Bretlandseyjum eins og t.d. svartsvanirnir sem hafa heimsótt okkur í vor en einn leit við á Borgarfirði um daginn.

Á https://notendur.hi.is//~yannk/status_aixgal.html má finna upplýsingar um heimsóknir mandarínanda til 2006. Þar sést að sú fyrsta sást 1988 og koma þær eingöngu á vorin og sjást fram í miðjan júní. Á síðunni er einn fugl sýndur á Seyðisfirði en tveir á Egilsstöðum, þar voru á ferðinni tveir innilegir steggir í maí 2006.

 

Oddalús, litrík fiðrildi, risamaðkur, turnfálki og marmaratíta

Oddalús sem náðist í Sílapollinum á Borgarfirði eystri - Ljósmyndari: Pálmi BenediktssonÞað er oft forvitnilegt að leita svara við fyrirspurnum sem berast Náttúrustofunni.
Meðal þess sem hefur komið hefur inn á borð til okkar undanfarið eru myndir af
oddalús (Idotea balthica) sem náðist í Sílapolli á Borgarfirði eystri, en hún hefur
ekki verið staðfest áður á þessu svæði. Oddalúsin fékk frelsið eftir myndatökur.

 

 

Þistilfiðrildi (Vanessa Cardui) Ljósmynd: Stefán Jökulsson


Í kringum mánaðarmótin júlí- ágúst var tilkynnt um litrík fiðrildi sem höfðu sést víða á fjöllum, m.a við Kverkjökul, Hvannalindir, nálægt Brúarjökli og inn við Bjarnahýði. Reyndust þetta vera þistilfiðrildi (Vanessa cardui). Á vef Náttúrufræðistofnunar íslands má lesa um þistilfiðrildi.

Í júlí fengum við fregnir af myndarlegum ánamaðki á Egilsstöðum, hann var 34 cm langur og talið að  þar hafi verið á ferðinni skoskur ánamaðkur (Lumbricus terrestris).

 

Turnfálki (Falco tinnunculus) Ljósmyndari: Sigurður Kristinn Guðmundsson

Í lok ágúst fengum við sendar myndir af fugli sem náðist um borð í togara. Fuglinn reyndist vera turnfálki (Falco tinnunculus) og var honum sleppt við komuna til Neskaupstaðar.

Fyrir síðust jól barst okkur marmaratíta (Halyomorpha halys) sem fannst í ávöxtum í Fjarðabyggð. Þær slæðast hingað í auknum mæli frá S-Evrópu þar sem tegundin er tiltölulega nýr landnemi frá Asíu þar sem hún er illa þokkaður skaðvaldur í ávaxtaræktun. Marmaratíta hefur ekki áður fundist á Austurlandi en staðfestur fundarstaður verður merktur fljótlega á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Sjá nánari umfjöllun um tegundina á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 

 

Rússneskar blesgæsir á ferð og flugi

Blesgæsir af Evrópustofni sem verpa í Síberíu (European White Fronted Goose - Anser albifrons albifrons) heimsóttu Austurland eftir miðjan nóvember um það leiti sem flestar aðrar gæsir og farfuglar höfðu yfirgefið landið.  Þriggja fugla varð fyrst vart á Seyðisfirði þann 14. nóvember.  Viku síðar birtust svo 17 fuglar af sömu tegund á Egilsstöðum þar sem þær dvelja ennþá á túnum Egilsstaðabænda.  Það voru 14 eldri gæsir og 3 ungfuglar. 

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Þann 13. nóvember sáust 22 silkitoppur við Menntaskólann á Egilsstöðum og á sama tíma var álíka hópur í Fellabæ. Þær sáust fyrst á Egilsstöðum fyrir 2-3 vikum en hefur greinilega fjölgað mikið síðustu daga. Undanfarið hafa þær sést víða um land og hér eystra utan Héraðs á Seyðisfirði, Neskaupstað, Djúpavogi og á Höfn.Silkitoppa er spörfugl af silkitoppuætt (Bombycillidae), ívið minni en skógarþröstur. Þær verpa í barrskógum Skandinavíu, Rússlands og Kanada. Fuglarnir eru félagslyndir og oft gæfir. Þekkt fyrir að leggjast í flakk ef fæðuframboð er lítið. Sést nær árlega á Íslandi en mis mikið milli ára. Gott ráð til að hæna þær að sér er að bjóða þeim upp á epli. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

thumb_silkitoppa_6613xxx

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Silkitoppa - ljósmynd fengin af vefnum www.fuglar.isTvær Silkitoppur sáust við bæinn Hof í Norðfjarðarsveit  sunnudaginn 28. október síðastliðinn. Silkitoppur verpa í barrskógum Skandinavíu, Rússlands og Kanada. Fuglarnir eru félagslyndir, oft gæfir og Þekktir fyrir að leggjast í flakk ef fæðuframboð er lítið. Þær sjást nær árlega á Íslandi en mis mikið milli ára. Gott ráð til að hæna silkitoppur að sér er að bjóða þeim upp á epli.

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Þessi litfagrSilkitoppai spörfugl tilheyrir ættkvísl silkitoppa. Tegundin verpur í barrskógum Norður-Evrópu, Asíu og vesturhluta Norður-Ameríku. Mismikill fjöldi þessara  fugla leggst í far suður og suðvestur á bóginn á haustin og sjást þá m.a. stundum á Íslandi.
Á veturna éta þessir fuglar helst ávexti og ber og eru ekki óalgengir gestir í görðum Íslendinga frá október og fram í apríl.  Sumarið 2011 var í fyrsta sinn staðfest varp silkitoppu í Mývatnssveit en óvenjulegt er að sjá þennan fugl hérlendis að sumarlagi.

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir